Fara í efni

Dularfulli G-bletturinn

Dularfulli G-bletturinn

Fjöllum aðeins um hinn dularfulla G-blett. Hann er stundum erfitt að finna en er algjörlega þess virði að kanna nánar og kynnast.

Hvað er G-blettur?

Hann er nefndur eftir Dr. Ersnt Grafenberg, kvennsjúkdómalækninum sem var fyrstur að skrifa um þetta næma svæði. Það eru vísindalegar rannsóknir sem sýna að örvun á þessu svæði getur veitt unaðslega örvun og djúpar fullnægingar. G-bletturinn er svipaður P-blettinum (blöðruhálskirtlinum) hjá einstaklingum með typpi.

Af hverju er G-bletturinn svona sérstakur?

G-bletturinn liggur þar sem bakhluti snípsins, þvagrásarinnar og framhluti legganganna mætast. Svæðið í kringum G-blettinn er fullt af taugaendum og er það mjög næmt og því getur það verið afar fullnægjandi að örva það. Fullnæging í kjölfar G-bletts örvunar getur stundum fylgt saflát og er það algjörlega eðlilegt fyrirbæri og ekkert til að skammst sín fyrir. Þegar fullnæging á G-bletts svæði nálgast er það svipuð tilfinning og að þurfa að pissa. Því er gott ráð að fara og pissa fyrir kynlífið til þess að geta sleppt sér á vald fullnægingarinnar af fullu öryggi. Það er vert að taka það fram að saflát er ekki piss heldur er það vökvi sem á meira skylt með sæðisvökva.

Hvernig á að finna G-blettinn?

Allar píkur eru einstakar og er því engin eins. Það getur hjálpað að reyna að finna hinn dularfulla G-blett í gegnum sjálfsfróun og sjálfsskoðun. Byrjið á því að slaka á og koma ykkur vel fyrir á þæginlegum stað. Þegar þú byrjar að prófa þig áfram skaltu leitast eftir að finna það sem hentar þér best og lætur þér líða vel. Þegar þú ert tilbúin settur þú fingur eða kynlífstæki inn i leggöngin og þrýstir í átt að naflanum á þér til þess að finna örvunarblettinn. Gott er að hafa í huga að það er betra að færa fingurinn/kynlífstækið til hliðar innan í leggöngunum og örva þau þannig í stað inn-út hreyfingar. Það eru ekki allir píkueigendur sem finna G-blettinn auðveldlega og það getur verið erfitt að fá fullnægingar út frá honum. Það sem er mikilvægast er að þú sért að njóta þess að stunda sjálfsfróun og kanna líkamann þinn. Því betur sem við lærum á okkar eigin líkama því betur getum við miðlað til einstaklinga sem við stundum kynlíf með hvað okkur þykir gott.

Í Blush er hægt að fá fjölbreytt úrval titrara sem eru sérhannaðir til þess að örva G-blettinn.

Birt með góðfúslegu leyfi Blush.is

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?