Fara í efni

Bjórdrykkja gerir karla að betri elskhugum

Bjórdrykkja hefur hingað til ekki þótt líkleg til þess að bæta líkamelgt atgervi fólks en bjórsvelgir hafa nú ærna ástæðu til þess að fagna þar sem kynfræðingurinn Dr. Kat Van Kirk viðrar í nýrri bók kenningar sínar um að nokkrir bjórar geri karlmenn betri í rúminu.
Bjór þykir nú vera hið besta frygðarlyf.
Bjór þykir nú vera hið besta frygðarlyf.

Bjórdrykkja hefur hingað til ekki þótt líkleg til þess að bæta líkamelgt atgervi fólks en bjórsvelgir hafa nú ærna ástæðu til þess að fagna þar sem kynfræðingurinn

Dr.Kat Van Kirk viðrar í nýrri bók kenningar sínar um að nokkrir bjórar geri karlmenn betri í rúminu.

Í bókinni "The Married Sex Solution: A Realistic Guide to Saving Your Sex Life," sem ætlað er að bjarga kynlífi fólks tiltekur Dr. Kat fjórar ástæður fyrir því hvernig bjórþamb fyrir kynmök getur bætt frammistöðu karlmanna. Þetta kemur fram á vefsíðunni AskMen.com.

Í fyrsta lagi segir kynfræðingurinn, hjónabands- og fjölskylduráðgjafinn, að karlar endist betur í kynlífinu eftir nokkra kalda. Bjórinn er nefnilega sagður keyra upp hormónamagn í líkamanum sem hún segir vísindalega sannað að seinki fullnægingu.

Þá hefur dökkur bjór eins og Guinness víst þau skemmtilegu áhrif að hann magnar kynhvötina hjá karlinum hressilega og virkar ekki ósvipað og viagra. Sá dökki er svo járnríkur að hann eykur blóðstreymi til getnaðarlimsins sem hefur þau áhrif að hann verður harðari og heldur fullri reisn lengur.

Í þriðja lagi vísar hún í ítalska rannsókn sem bendir til þess að karlar sem drekki bjór daglega hafi meira úthald en þeir sem eru edrú. Þá halda Ítalirnir því fram að bjórdagdrykkjumennirnir séu mun ólíklegri til þess að fá hjartasjúkdóma- og áföll.

Fjórða atriðið snýr ekki beint að kynlífinu en Kirk segir þá sem séu með smá bjór í maganum ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að maginn hrelli þá þegar á skeiðvöllinn er komið. Bjórinn hafi nefnilega svo góð áhrif á meltinguna. Þetta stangast þó á við reynslu fjölmargra sem hafa lent í því að kasta hressilega upp eftir mikla drykkju.

"Þetta þýðir semsagt að þetta er almennt heilsubætandi og gott fyrir magann þannig að þú verður ekki þunglamalegur í kynlífinu," segir Kirk.

 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?