Fara í efni

Er líf eftir skilnað?

Flestir sem ganga í gegnum skilnað vilja standa vel að málum, vilja skilja í vinskap, “vera vinir” eins og oft er sagt. Það er hins vegar ekki auðvelt fyrir tvo einstaklinga sem ekki hafa getað komið sér saman um grundvallaratriði í hjónabandi að koma sér saman þegar hjónabandi er að ljúka. Til þess að svo megi verða þarf að fara fram úrvinnsla og endurmat, endurmat á grundvallarskoðunum, endurmat á hlutverkum, endurmat á félagslegri stöðu svo eitthvað sé nefnt.
Námskeið hjá Lausnin.is
Námskeið hjá Lausnin.is

Flestir sem ganga í gegnum skilnað vilja standa vel að málum, vilja skilja í vinskap, “vera vinir” eins og oft er sagt. Það er hins vegar ekki auðvelt fyrir tvo einstaklinga sem ekki hafa getað komið sér saman um grundvallaratriði í hjónabandi að koma sér saman þegar hjónabandi er að ljúka. Til þess að svo megi verða þarf að fara fram úrvinnsla og endurmat, endurmat á grundvallarskoðunum, endurmat á hlutverkum, endurmat á félagslegri stöðu svo eitthvað sé nefnt.

Það er mikilvægt að skoða vel og kannast við tilfinningar sínar. Það er mikilvægt að vinna úr sárum tilfinningum sem upp koma, stundum að því er virðist óvænt.

Það er mikilvægt að endurmeta viðhorf sín til ýmissa mála, til dæmis getur maður geymt innra með sér erfið viðhorf gagnvart skilnaði. Algengt er að fólk hefur hugsað með sér að “aldrei skuli börnin mín þurfa að ganga í gegnum að foreldrar þeirra skilji”. Eins er algengt að fólk sér neikvæða mynd af því hlutverki það er í; “fráskilin, einstæð móðir eða helgarpabbi”, svo eitthvað sé nefnt.

Það er hollt að endurskoða hugmyndir sínar um frístundir og hvað við gerum okkur til skemmtunar.  Margir verða hálfgerðir unglingar fyrst eftir skilnað, fara að stunda skemmtanalífið af miklum krafti til að fylla upp í einmanaleikann. Það verður aftur á móti oftast til þess að auka á tómleikann og vanmáttinn.  Það er mikilvægt að finna nýjar leiðir til að mynda tengsl, leiðir til að takast á við nýjar aðstæður.

Það er börnunum afar mikilvægt að friður ríki milli foreldranna. Ekkert vekur hjá þeim eins mikinn sársauka við skilnað eins og þegar þau upplifa togstreitu milli foreldra sinna, eða ef þau halda að foreldri sé að hafna þeim. Ekkert vekur þeim eins mikla sorg eins og það að þurfa að velja milli foreldra sinna.

Að harma og syrgja það sem maður hefur misst er ekki veikleikamerki, heldur eðlilegur þáttur þess að vera manneskja. En að ala á sorginni og vonbrigðunum getur svipt okkur þeirri gleði að geta orðið þeir einstaklingar sem erum sköpuð til vera. Okkur er öllum gefnir fjöldi eiginleika.  Það er ekki sjálfsagt að þeir fái að blómstra eða þroskast. Það er á okkar ábyrgð að reyna allt sem við getur til þess að svo megi verða.

Á námskeiðinu „Er líf eftir skilnað“ er unnið með þessi og fleiri atriði sem fylgja skilnaðarferlinu. Námskeið fyrir konur og karla sem vilja bæta líf sitt og líðan eftir að hafa gengið í gengum skilnað. Námskeiðið er í höndum Sr. Önnu Sigríðar Pálsdóttur ráðgjafa hjá Lausninni.

Námskeiðið hefst laugardaginn 14. mars, (frá kl 10:00 til 12:00), með fræðslu og almennri umræðu.   Í framhaldi verðu svo hópavinna á miðvikudagskvöldum, einn og hálfan tíma í senn, í fjögur skipti frá kl 20:15 til 21:45.   Verð 24.900

Þú getur skráð þig á námskeiðið HÉR