Fara í efni

Hvað er spilafíkn?

Spilafíkn.
Hvað er spilafíkn?

Um fjárhættuspil

Einstaklingur er að stunda fjárhættuspil þegar lagt er undir peninga eða eigur og útkoman er óviss þ.e. er háð líkum. Aukning fjárhættuspils á Íslandi er gríðarleg og vandamál tengd fjárhættuspilum hafa aukist. Margir tengja fjárhættuspil eingöngu við spilavíti og póker en svo er ekki. Það er margar leiðir til að stunda fjárhættuspil t.d.:
  • Lottó
  • Pókar, bæði á netinu og ólöglega hér á Íslandi
  • Veðmálasíður á netinu
  • Spilakassar
  • Bingó
  • Spilavítisleikir t.d. á netinu
  • Veðja á íþróttleiki
  • Lengjan
  • Skafmiðar
  • Happdrættismiðar
Svo fátt eitt sé nefnt. Flestir eiga sitt uppáhalds t.d. spila eingöngu í spilakössum meðan aðrir stunda nær eingöngu Lengjuna en það er ekki algilt. Flestir byrja að stunda fjárhættuspil sér til skemmtunar og oft er þetta félagslegt. Flestir geta lagt undir og það veldur þeim ekki teljandi tjóni og þeir einstaklingar geta stjórnað hversu mikið þeir leggja undir og hve miklum tíma er varið í fjárhættuspil. En svo eru það einstaklingar sem verða háðir og missa stjórn, eyða meiri fjármunum og tíma en upphaflega stóð til og geta ekki sama hvað þeir reyna hætt fjárhættuspilum.
 

Hvað er spilafíkn?

Spilafíkn er stjórnlaus þátttaka í fjárhættuspilum sem . . . LESA MEIRA
 
 
af vef spilavandi.is