Fara í efni

Þriðja hver kona í hættu að brotna vegna beinþynningar

Gert er ráð fyrir að árlega megi rekja 1200-1400 beinbrot hér á landi, til beinþynningar.
Þriðja hver kona í hættu að brotna vegna beinþynningar

Gert er ráð fyrir að árlega megi rekja 1200-1400 beinbrot hér á landi, til beinþynningar.

Alþjóðlegu beinverndarsamtökin áætla að þriðja hver kona og áttundi hver karl brotni af völdum beinþynningar einhvern tíma á lífsleiðinni.

Beinþynning er sjúkdómur sem gerir að verkum að bein tapa kalki, þannig að styrkur þeirra minnkar og hætta á beinbrotum eykst. Þetta kemur fram í grein eftir Kolbrúnu Albertsdóttur hjúkrunarfræðing á vef Beinverndar. Í greininni segir ennfremur.

Beinþéttni minnkar hjá öllum með aldrinum og er liður í eðlilegu öldrunarferli bæði hjá konum og körlum. Tveir þættir skipta miklu máli í beinstyrk, þ.e. hversu mikið beinmagn byggist upp í æsku og hversu hratt beintapið verður með hækkandi aldri“

Það er mikilvægt að greina og meðhöndla beinþynningu, segir í greininni. Það er líka einfalt að greina hana með svokölluðum beinþéttnimælum. Þannig er auðveldara að finna þá sem eiga á hættu að beinbrotna vegna beinþynningar og veita þeim ráðgjöf í tíma um forvarnir og meðferð. Miklar framfarir hafa verið í lyfjameðferð við beinþynningu síðustu ár, en rétt lyfjaval getur helmingað hættuna á beinbroti.   Það er ástæða til að fara í beinþéttnimælingu, telji menn sig vera áhættuhópi, þar sem beinþynning er einkennalaus.

Breinbrot við lítið álag

Fyrstu  einkenni beinþynningar sem menn verða varir við, er að bein brotnar. Það er algengt að bein brotni í úlnlið, hrygg, mjöðm og lærlegg. Þó að beinbrot grói, segir á vefnum, orsakar það oft langvinna verki, skerta starfshæfni og þunglyndi með þeim afleiðingum að lífsgæði skerðast. Dánartíðni eykst, sérstaklega í kjölfar samfallsbrota í hrygg og mjaðmabrota.

Einkennum samfallsbrota í hrygg er líst þannig í grein Kolbrúnar, að stundum komi smellur og skyndilegur verkur í baki og það geti gerst við lítið álag, til dæmis bara snögga hreyfingu, eða við að lytfa upp hlut eða setjast í í stól. Aðeins fjórðungur brotanna er sagður orsakast af byltum. Það tekur 6-8 vikur fyrir beinbrotin að gróa.

Gönguferðir og kalk

Það sem fólki er bent á að gera . . . LESA MEIRA