Fara í efni

Ertu með mjólkuróþol?

Ef svo er, þá þarftu að fá þitt kalk annarsstaðar en úr mjólkurafurðum. Það er auðvitað hægt að taka inn kalk í töfluformi, en það er hollara að ná kalki úr þeim mat sem þú borðar.
Það geta ekki allir drukkið mjólk
Það geta ekki allir drukkið mjólk

Ef svo er, þá þarftu að fá þitt kalk annarsstaðar en úr mjólkurafurðum. Það er auðvitað  hægt að taka inn kalk í töfluformi, en það er hollara að ná kalki úr þeim mat sem þú borðar.

Mjólkurafurðir eru ekki eina leiðin til að byggja upp sterk bein. Hérna eru frábær ráð fyrir þá sem eru með mjólkuróþol og verða að ná sínum kalk skammti úr mat.

Soja baunir.

Eldaðar Sojabaunir eru ríkar af B-vítamínum, járni og kalki. Einn bolli af þessum baunum inniheldur 261. mg af kalki.

Tófú.

Búið til úr Sojabaunum og er afar lágt í kaloríum en inniheldur hátt magn af kalki. Hálfur bolli af extra þéttu Tófú inniheldur bara 120 kaloríur en jafn mikið kalk og einn bolli af mjólk.

Kale.

Þetta fallega græna kál er hlaðið A, C og K -vítamínum og er einnig rosalega gott fyrir ónæmiskerfið því það inniheldur einnig beta carotene og Kalk sem styrkir beinin. Einn bolli af Kale inniheldur 94. mg af kalki.

Möndlur.

Ef þig vantar meira kalk í mataræðið skaltu fá þér möndlusmjör í stað hnetusmjörs. Möndlusmjör inniheldur miklu meira magn af kalki og phosphorus sem eru þrjú steinefni sem vinna með kalki til að styrkja beinin. 1/4 bolli af möndlum inniheldur 75 mg af kalki.

Grænt grænmeti.

Mörg græn grænmeti eru einnig full af kalki. Nefni ég sérstaklega spínat, grænar næpur, mustard greens, grænar baunir og sjávarfang (sea vegetables). Elda þetta bok choy og þú fyllir á kalk birgðir líkamans. 

Sesam fræ.

Allir vita að það er hægt að fá kalk úr mjólkurafurðum. Einnig er hægt að fá kalk úr Sesam fræjum. Það eru um 90 mg af kalki í einni matskeið af sesamfræjum.

Þurrkaðir ávextir.

Rannsóknir hafa sýnt að sveskjur geta lagfært heilsu beina hjá fólki á öllum aldri. Þökk sé kalkinu. Þurrkaðar fíkjur er einnig góður kalk gjafi. Sem dæmi: 6 þurrkaðar fíkjur innihalda 150 mg af kalki.

Brokkólí (Spergilkál).

Grænt og fallegt og ég tala nú ekki um bragðgott. Hálfur bolli af Brokkólí inniheldur 50 mg af kalki.

Það er hellingur af upplýsingum um beinþynningu og fleira sem tengist kalki inn á síðu besthealthmag.ca