Fara í efni

Þátttakendur óskast í vísindarannsókn um astmasjúkdóm.

Hvernig hefur öndun áhrif á einkenni og stjórnun astma sjúkdómsins?
Ventolin er berkjuvíkkandi lyf
Ventolin er berkjuvíkkandi lyf

Hvernig hefur öndun áhrif á einkenni og stjórnun astma sjúkdómsins?

„Hvernig hefur öndun áhrif á einkenni og stjórnun astma sjúkdómsins?“

Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort og hvernig öndunarmeðferð (Buteyko) hafi áhrif á einkenni og stjórnun astmasjúkdómsins. Rannsóknin er meistaraverkefni í Lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

Einstaklingum með astma, sem eru 18 ára og eldri, hafa haft þörf fyrir stuttverkandi berkjuvíkkandi lyf eins og Ventolin einu sinni í viku eða oftar undanfarnar fjórar vikur og eru tilbúnir að taka þátt í öndunarmeðferð, er boðið að taka þátt í rannsókninni.

Þátttakan er fólgin í 5 hópmeðferðum á 3ja vikna tímabili, 2 klukkustundir í senn og eftirfylgd verður 6 mánuði eftir að meðferð lýkur. Einnig felst þátttaka í því að mæta þrisvar á Reykjalund með 6 mánaða millibili til mælinga á öndun. Þátttakendur eru beðnir um að svara stuttum  spurningarlista um einkenni astmasjúkdómsins. Hæð og þyngð eru mæld og lyfjanotkun er skráð.

  • Hver heimsókn tekur um það bil hálfa klukkustund.
  • Ekki verður greitt fyrir þátttöku en mælingarnar og meðferðin verður þáttakendum að kostnaðarlausu.

Áhætta og ávinningur:

  • Áhætta af þátttöku er engin en góð reynsla er af meðferðinni; niðurstöður vísindarannsókna benda til að meðferðin minnki verulega þörf astmasjúklinga fyrir lyf og auki lífsgæði þeirra.
  • Rannsóknin hefur hlotið samþykki Vísindasiðanefndar og verið tilkynnt til Persónuverndar.

Frekari upplýsingar: Ef þú hefur áhuga að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við Monique van Oosten, sjúkraþjálfara, í síma 899 8456 eða senda e-mail: monique.v.oosten@gmail.com

Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Dr. Marta Guðjónsdóttir, lífeðlisfræðingur, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands og rannsóknastjóri á Reykjalundi. 

Þeir sem hafa samband, eru með því eingöngu að lýsa yfir áhuga á frekari upplýsingum en ekki skuldbinda sig til þátttöku.

Þátttakendum eru frjálst að hætta þátttöku í rannsókninni hvenær sem er án frekari skýringa.