Fara í efni

Hveitiofnæmi er vel þekkt meðal bakara

„Helsti áhættuþátturinn fyrir því að þróa með sér hveitiofnæmi er undirliggjandi ofnæmissjúkdómar eins og eksem, ofnæmiskvef, fæðuofnæmi og astmi.
Fólk með ofnæmi ætti ekki að stefna á bakaraiðn
Fólk með ofnæmi ætti ekki að stefna á bakaraiðn

„Hveitiofnæmi er ekki algengt en það er vel þekkt meðal bakara,“ segir María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir, yfirlæknir ofnæmisdeildar Landspítalans.

 „Helsti áhættuþátturinn fyrir því að þróa með sér hveitiofnæmi er undirliggjandi ofnæmissjúkdómar eins og eksem, ofnæmiskvef, fæðuofnæmi og astmi. Þessir sjúkdómar fela í sér aukna  tilhneigingu til að þróa með sér fleiri ofnæmi. Í raun vitum við ekki af hverju sumir fá ofnæmi en aðrir ekki, en þetta tengist mótefnamyndun í líkamanum og liggur oft í ættum.

Ofnæmissjúkdómar eiga það sammerkt að fólk fær lítil einkenni í byrjun og getur mögulega haldið þeim niðri með ofnæmistöflum en þær duga ekki til ef fólk endurtekið útsetur sig fyrir ofnæmisvakanum.

"Ef fólk hlustar ekki á líkamann td. í tengslum við hveitiofnæmi þá getur ofnæmiskvefið þetta þróast yfir í slæman astma.“

María segir að ofnæmislæknar bendi ungu fólki með undirliggjandi ofnæmi og astma á þessa áhættuþætti. „

Fólk með ofnæmi ætti ekki að stefna á td. bakaraiðn eða dýrlækningar til að mynda.“ Hún bendir á að ofnæmi hárgreiðslufólks fyrir kemískum efnum sé af öðrum toga, en mikilvægt sé að fólk með ofnæmi hafi það í huga þegar það velur sér starfsgrein og ræði það við sinn lækni.

::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir MD, PhD
Specialist in Pulmonary Medicine and Allergology
Dir. Dept. of Clinical Allergology
Landspítali - Fossvogi - E7