Fara í efni

Hvað er Latexofnæmi?

Hvað er Latexofnæmi?

Ofnæmisviðbrögð skiptast í tvo flokka.

Í fyrsta lagi er snertióþól sem lýsir sér með útbrotum, roða og kláða sem getur komið fram allt að 12-36 klst. eftir snertingu við latex. Þetta stafar einkum af efnum sem bætt er út í latexið við framleiðsluna. Snertióþol er algengast á höndum en getur líka komið fram annarsstaðar á líkamanum. Þessi gerð ofnæmisviðbragða getur valdið miklum óþægindum en er ekki lífshættuleg.

Í öðru lagi er bráðaofnæmi. Það stafar af myndun mótefna (IgE) gegn latexi. Bráðaofnæmi fyrir latex er mun alvarlegri sjúkdómur en snertiofnæmið og getur verið lífshættulegt. Einkenninn eru helst kláði, roði, bólgur, hnerri og astmaeinkenni. Sjaldan verður ofnæmislost eða lífshættuleg einkenni eins og slæm andþyngsli og lækkun blóðþrýstings. Einstaklingar geta verið misnæmir fyrir latexi. Þeir sem eru mjög næmir og verð fyrir miklu áreiti af latex geta fengið alvarleg einkenni. Hættan á alvarlegum einkennum er mest þegar latex kemst í snertingu við rök svæði líkamans t.d. varir (blása upp blöðru). Ofnæmisvakinn frásogast mjög hratt frá slímhúð inn í líkamann.

Latexagnir geta svifið í loftinu og valdið einkennum í öndunarfærum. Agnirnar festast við púðrið sem notað er í gúmmíhanska. Þegar hanskarnir eru notaðir berast þær með púrinu út í andrúmsloftið. Á þennen hátt kemst latex í snertingi við slímhúð í öndunarvegi og getur valdið einkennum frá nefi, lungum og augum. Mælst hefur mikil þéttni(magn) latexofnæmisvaka í lofti á skurðstofum. Notkun á hönskum án púðurs minnkar það magn af latexi sem kemst út í loftið.

Hlutir sem innihalda latex, sérstaklega hanskar, valda mismiklum ofnæmisviðbrögðum og getur það verið breytilegt eftir framleiðanda og frá einni framleiðslu til annarrar.

Heimild : ao.is