Áhrif Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu

Astma- og ofnćmisfélagiđ vekja athygli á rit um áhrif Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu: 

Álag vegna eldgosa á umhverfi, dýr og almenning eru almennt lítt ţekkt. Nýveriđ var gefin út, í Riti Landbúnađarháskóla Íslands nr. 83, áhugaverđ samantekt rannsókna á áhrifum Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu. Ritiđ samanstendur af 15 köflum ţar sem fjölmargir fagađilar hafa lagt hönd á plóg viđ ađ draga saman helstu niđurstöđur rannsókna og vöktunar á áhrifum eldgossins. Ritiđ er ađgengilegt öllum sem áhuga hafa hér: 

Áhrif Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu (skýrsla pdf 9MB) 

Ţó ađ sérfrćđingar birti vísindarannsóknir sínar á alţjóđavettvangi í sérhćfđum miđlum, ţá verđur oft erfitt og tímafrekt ađ ná heildaryfirsýn yfir niđurstöđur jafn margra og ólíkra ađila og komu ađ vöktun og rannsóknum á áhrifum Holuhraunsgossins. Samantekt sem ţessi gerir ţví frćđasamfélaginu, stjórnvöldum og almenningi vonandi kleift ađ ná betri yfirsýn yfir ţađ margslungna álag sem getur skapast af völdum loftmengunar og eldgosa hérlendis. Einnig er von okkar ađ hún muni styrkja samhćfđ viđbrögđ viđ slíkum atburđum í framtíđinni. 

Atburđirnir sem leiddu til eldgossins í Holuhrauni hófust međ jarđskjálftahrinu í Bárđarbungu um miđjan ágúst 2014. Hraungosiđ sem hófst í Holuhrauni ţann 31. ágúst 2014 er međ stćrri hraungosum hérlendis á sögulegum tíma. Gosiđ varđi í um 6 mánuđi, en skilgreind goslok voru ţann 29. febrúar 2015. Gosiđ var í eđli sínu sambćrilegt ađ gerđ og Skaftáreldar 1783-1784, sem ollu móđuharđindunum svokölluđu, međ háum styrk eldfjallagass en lítilli ösku. Eldfjallagastegundir bárust víđa frá Holuhraunsgosinu og mćldist styrkur hár víđa um land á gostímanum. Víđtćkari loftmengunar af völdum eldfjallagass hafđi ekki orđiđ vart hérlendis síđan í Skaftáreldum.

Í ţessu hefti er gerđ grein fyrir megin niđurstöđum úr mörgum ţeim vöktunar- og umhverfisrannsóknum ţar sem reynt var ađ meta áhrif eldgossins í Holuhrauni á umhverfi og heilsu. Ljóst er ađ áhrif eldgossins í Holuhrauni á eđlis- og efnafrćđilega eiginleika umhverfisins hafa veriđ talsverđ og líklega meiri en margan grunađi. Niđurstöđurnar sýna ađ eldfjallagas frá gosinu hafđi mćlanleg áhrif á umhverfisađstćđur hérlendis ţrátt fyrir ađ atburđurinn hafi átt sér stađ á hálendi Íslands, ađ vetri til og fjarri mannabústöđum.

Sumar af ţeim mćlingum sem hér er fjallađ um voru gerđar á međan á gosinu stóđ, en ađrar, t.d. á straumvatni, gróđri og jarđvegi, fóru fram síđar á árinu 2015, nokkru eftir skilgreind goslok. Stađsetning gossins var hinsvegar afar heppileg, utan jökla og fjarri byggđ, og tímasetningin lágmarkađi einnig hversu mikiđ af eldfjallagasinu hvarfađist yfir í brennisteinssýru yfir landinu. Bćđi stađsetning og tímasetning gossins hefur ţannig án vafa lágmarkađ neikvćđ áhrif eldfjallagassins á umhverfi og heilsu og í raun bjargađ ţví ađ áhrifin urđu ekki mun meiri en hér varđ.

Af vef ao.is 

 

 

 


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré