Fara í efni

Fylltar döðlur fyrir Eurovision og mæðradagskaffið

Fylltar döðlur fyrir Eurovision og mæðradagskaffið

Hæhæ!

Í tilefni Eurovision í kvöld og mæðradags á sunnudaginn deili ég með þér æðislega góðum fylltum döðlum og bleiku te (fyrir kaffiboðið).

Eftir að hafa ferðast víða um heiminn síðastliðið sumar varð ég alveg ástafangin af döðlum enda kynntist ég svo mörgum mismunandi útgáfum. Ef mig langar í eitthvað sætt eftir kvöldmat fæ mér oft eina fyllta döðlu og sest niður með te-bollann minn í afslöppun.

Þetta er "eftir kvöldmat sætumoli" minn sem ég nýt þess að borða með góðri samvisku en í Dubai og fleiri löndum voru fylltar döðlur sérstakt eftirlæti með síðdegiskaffinu.

DSC_2808smaller

Fylltu döðlurnar í Ísrael voru gjarnan með pistasíuhnetum eða möndlum en einstaka sinnum sá maður þær súkkulaðihúðaðar.

DSC_2806smaller

Þegar ég ferðaðist til Indlands voru þær gjarnan fylltar með þurrkuðu mangó, sætuðum pecan- eða pistasíuhnetum. Auðvitað voru aðrar útfærslur sem voru með sykri en ég valdi þessar.

DSC_2802smaller

Döðlurnar í Dubai voru mjúkar og ómótstæðilegar. Ég sá eitthvað af fylltum döðlum í Dubai en meira var um að bjóða fram mjúkar döðlur á fallegu fati með kaffinu.

DSC_2969smaller

Fyrir bleika te-ið nota ég Women's energy frá Pukka sem er vel við hæfi á mæðradaginn.

DSC_2718smaller
Fylltar döðlur í mismunandi útfærslum

Möndusmjör- og súkkulaðidöðlur

Þessar fæ ég mér yfirleitt eftir kvöldmat eða í útileiguna. Einfaldar og slá á sykurþörfina.

Medjool döðlur

möndlusmjör

súkkulaði frá Balance

Pistasíu og rósablaðadöðlur

Svolítið sparilegar og kvenlegar

Medjool döðlur

kasjúhnetusmjör

pistasíuhnetur, saxaðar

rósablöð (gjarnan notuð í te)

Lakkrísdöðlur

Aðeins fyrir þá sem eru lakkríssjúkir.

Medjool döðlur

kæld kókosmjólk eða kasjúhnetusmjör (notið aðeins þykka hluta kókosmjólkur ef hún verður fyrir valinu)

lakkríssalt frá Saltverk eða lakkrísduft frá Lakrids (fæst í Epal)

Mangó- og gojidöðlur

Hollar og góðar fyrir mangó aðdáendur.

Medjool döðlur

þurrkað mangó, skorið í strimla (frá Himneskri Hollustu)

gojiber

1. Skerið rifu þversum í döðluna og fjarlægið steinin

2. Fyllið döðluna með möndlusmjöri eða annarri fyllingu.

3. Brytjið súkkulaðimola í nokkra bita og raðið ofaná/ dreyfið lakkríssalti eða rósablöðum yfir.

Hollráð: Ég kaupi medjool döðlurnar mínar í kassa frá Costco. Þær eru himneskar. Í staðinn fyrir möndlu- eða kasjúhnetusmjör má nota tahini eða hnetusmjör til að fylla döðluna.

DSC_2931smaller

Ég vona að þú prófir litlu syndina mína enda eitthvað sem hægt er að gera sér á aðeins örfáum mínútum!

Heilsa og hamingja,
jmsignature