VIĐTALIĐ: Pálína Ósk hjá UMFÍ í skemmtilegu viđtali, en hún er verkefnastjóri Landsmótsins

Hér á eftir fer viđtal viđ Pálínu Ósk Hraundal hjá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) sem Heilsutorg tók í ađdraganda Landsmóts UMFÍ.

En mótiđ fer fram á Sauđárkróki dagana 13. – 15. júlí og er Landsmótiđ hugsađ sem fjölskylduhátíđ ţar sem saman fer keppni, heilsurćkt, skemmtun og góđ samvera fólks á öllum aldri.

 

Fullt nafn:

Pálína Ósk Hraundal

Segđu okkur ađeins frá sjálfri ţér og hvađan ert ţú?

Ég er fćdd og uppalin í Reykjavík. Hef óendanlegan áhuga á útivist og lýđheilsu samfélags.
Hef unniđ mikiđ í kringum ţessi mál undanfarin ár og fć aldrei leiđ.

Ţetta er svo skemmtilegt !

Hver eru ţín helstu áhugamál?

Útivist, lýđheilsa og uppeldi barna

Átt ţú bakgrunn í íţróttum?

Ég er međ bakgrunn í útivist, hef haft áhuga á hreyfingu í náttúrunni frá ţví ég man eftir mér. Hef keppt í ótal keppnum sem tengist útivistinni.

Hvađ er skemmtilegast viđ ţađ ađ vinna hjá UMFÍ?

Ég kem inn í ţetta verkefni sem verkefnastjóri Landsmótsins en hef áđur veriđ verkefnastjóri yfir Unglingalandsmótinu sem haldiđ var á Sauđárkróki áriđ 2014.

Ţađ skemmtilegasta viđ ađ vinna fyrir UMFÍ er ungmennafélagsandinn. Hitta allt ţetta jákvćđa fólk sem tilbúiđ er ađ leggja hjálparhönd til ţess ađ ţessi mót verđi sem glćsilegust.
Jákvćđni,dugnađur og gleđi einkenna ţessi mót og félagiđ.

Landsmót UMFÍ 2018 á Sauđárkróki hefst eftir tćpa viku nú er ţetta algert tímamóta landsmót hvernig hefur gengiđ ađ „selja“ hugmyndina og fá fólk í liđ međ ykkur í ađ halda svona breytt landsmót. Hafiđ ţiđ einhverja hugmynd um hver ţátttakan er?

Skráning er ađ koma mjög mikiđ inn núna á lokasprettinum. Viđ finnum fyrir ánćgju međ  dagskrána. Dagskráin er mjög fjölbreytt og skemmtileg. Ţađ geta allir fundiđ eitthvađ viđ sitt hćfi, bćđi keppni og ekki keppni. Íţróttir á daginn – Skemmtun á kvöldin.

DAGSSKRÁ HELGARINNAR.

 

Hér getur ţú séđ mína draumadagskrá:


Fimmtudagur: 

Ţriggja tinda gangan

Föstudagur:
07:30 – 08:30 Morgunjóga
13:00 – 14:00 Gönguferđir
14:00 – 16:00 Útivist
18:00 – 20:00 Götuhlaup

Laugardagur: 
07:30 Götuhjólreiđar
13:00 Biathlon
Pallaballiđ um kvöldiđ

Sunnudagur. 
12:00 – 14:00 Fjallahjólreiđar

Hvernig er veđurspáin?

Viđ erum búin ađ gera góđa samninga viđ veđurguđina fyrir helgina.

Nefndu ţrennt sem ţú átt sjálfur alltaf til í ísskápnum?
Ost, mjólk og sódavatn

Hver er ţinn uppáhalds matur & matsölustađur?

Tćlenskur matur

Ef ţú ćtlar ađ „tríta“ ţig sérlega vel hvađ gerir ţú?            

Geng á eitthvađ skemmtilegt fjall

Hvađ segir ţú viđ sjálfa ţig ţegar ţú ţarft ađ takast á viđ stórt/erfitt verkefni?

Ţetta verđur skemmtileg áskorun ! Orđ eru til alls fyrst.

Hvar sérđ ţú sjálfa ţig fyrir ţér eftir 5 ár ?

Ađ keppa í skemmtilegri grein á Landsmóti.

 

 

 


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré