Fara í efni

Hann Sverrir Bergmann gaf sér tíma í smá viðtal við okkur á dögunum

Sverrir Bergmann er Magnússon þó svo maður heyri það kannski ekki oft.
Sverrir Bergmann
Sverrir Bergmann

Sverrir Bergmann er Magnússon þó svo maður heyri það kannski ekki oft, hann er hann uppalinn á Sauðarkróki. Þessa dagana er Sverrir með morgunþáttinn á FM957 ásamt henni Ernu Hrönn. Einnig sér hann um þáttinn GameTíví á Stöð 3/PoppTíví ásamt Ólafi Þór Jóelssyni og þátt sem heitir Liðið Mitt en það er körfuknattleiksþáttur á Stöð 2 Sport. Inn á milli er hann svo alltaf að syngja.

“Sumarið leggst stórvel í mig eins og flest önnur sumur. Íslenska sumarið er jú best” sagði Sverrir.

Hvernig hagar þú þínum morgnum ?

Ég vakna, bursta tennur og dríf mig af stað niðrí vinnu. Kominn út ca. 10 mín eftir að ég vakna.

Syngur þú í baði?

Já auðvitað :) Hljómburðurinn er svo góður.

Ef þú þyrftir að velja eitthvað fernt sem þú mættir bara borða til æviloka, hvað myndiru velja?

Kjöt, Fisk, Kjúkling og Broccoli :)

Ertu duglegur í hollustunni?

Alls ekki, ég þarf að fara að rífa mig í gang. Erfitt að byrja en nokkuð nett þegar maður er kominn af stað.

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

Lyfti og stunda körfubolta.

Hvaða ráðleggingu myndir þú gefa manneskju sem er að berjast við þunglyndi?

Leita sér hjálpar.

Rétt hentur eða örvhentur?

Rétt hentur 

Besta lag allra tíma?

Bohemian Rhapsody

Ertu duglegur í heimilisstörfunm?

Já nokkuð nettur...fáir jafn svakalegir að setja í vél og gamli.

Ef þú værir beðinn um að gefa gott ráð til hóps af fólki, hvert væri þitt ráð?

Byrjaðu að bæta sjálfan þig áður en þú bætir aðra.