Fara í efni

Svavar Örn hefur hendur í hári margra ásamt því að stjórna útvarpsþætti á K100 á morgnana

Hann Svavar Örn er fertugur. Hann stjórnar útvarpsþætti ásamt Svala Kaldalóns á morgnana á útvarpsstöðinni K100. Eftir að útsendingu lýkur fer hann beint á hárgreiðslustofuna Senter í Tryggvagötu og dekrar við kúnnana sína. Flestir hans kúnnar hafa fylgt honum í fjölda ára og lítur hann á þá sem vini sína frekar en viðskiptavini.
Svavar Örn
Svavar Örn

Hann Svavar Örn er fertugur. Hann stjórnar útvarpsþætti ásamt Svala Kaldalóns á morgnana á útvarpsstöðinni K100.

Eftir að útsendingu lýkur fer hann beint á hárgreiðslustofuna Senter í Tryggvagötu og dekrar við kúnnana sína. Flestir hans kúnnar hafa fylgt honum í fjölda ára og lítur hann á þá sem vini sína frekar en viðskiptavini.

“Ég er í drauma vinnunni” segir Svavar Örn.

Hvernig er týpískur morgun hjá þér?

Týpískur morgun hjá mér hljómar nú þannig að klukkan hringir um kl 05:30 og er hún á snúsi þangað til Svali hringir um klukkan 05:40 og þá reyni ég að drattast framúr (en tekst ekki alltaf ) en ég hef samt ekki ennþá sofið almennilega yfir mig . Það furðulega er, að um leið og ég er kominn framúr, þá er ég svo glaðvaknaður  að ég get byrjað að plana og tala og tala við litlar undirtektir eiginmanns og meira að segja Svali hefur beðið mig um að mæta 6:15 því hann þarf smá ró og frið til að vakna.

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?

Það sem er alltaf til í ísskápnum hjá mér er ostur. Er algerlega sjúkur í ost, þennan venjulega brauðost.

Ertu matvandur?

Ég er alls ekki matvandur. Borða nánast allt nema sellery og súrmat.

Ertu með einhvern leiðinlegan ávana?

Minn leiðinlegi ávani er kannski einna helst sá að ég dett stundum út, en margir segja að það sé athyglisbrestur en ég segi að það sé víðhygli. Kannski er þetta ekki slæmur "ávani"  heldur eitthvað svona syndrome sem maður á auðvitað að telja sem kost.

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

Til að halda mér í formi þá reyni ég að mæta til hennar Gurrýar minnar í Reebok sem og að fara með Svala í Crossfit Reykjavík.  Mér finnst mjög mikilvægt fyrir mig að hafa æfingarfélaga.

Spáir þú mikið í þínu mataræði ?

Ég spái mikið í mataræði en gleymi því líka allt of oft. Í gunninn borða ég hollt en er algjör nammigrís. Daniel maðurinn minn er þó hollari en ég og gott er fyrir mig að fylgja bara honum í matarvali, svo er Svali algjör heilsustrumpur þannig að morgunmaturinn er allvavega mjög hollur(yfirleitt).

Gætir þú tekið þér frí frá síma, neti og þessu áreiti í viku?

Ég er nýbyrjaður að nota tölvur eða þannig og símann minn sem tölvu og er að breytast í algerann netfíkil.  Held að ég hefði mjög gott af því að vera án þessara samskipta í einhvern tíma.  Fór í siglingu á skemmtiferðaskipi fyrir tveimur árum og var á án netsins og síma stóran hluta ferðarinnar og fanst það æðislegt.

Ef þú værir beðinn um að gefa gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það ? 

Mitt ráð til allra er að passa uppá sálina í sér. Ég tel að offita, stress og stór hluti lísstílssjúkdóma sé uppsprotinn af því að hausinn á okkur sé ekki rétt stilltur. Stundum þarf maður aðstoð eins og frá sálfræðingi, geðlækni eða bara einhverjum sem nærir þig andlega. Ég fer til Jógu minnar til að láta ná í mig og toga mig í súrefnið til ykkar hinna.