Fara í efni

Logi Geirsson fyrrum atvinnumaður í handbolta í skemmtilegu viðtali

Logi Geirsson spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi nánar tiltekið með Lemgo og lék einnig með landsliði Íslands um árabil.
Logi Geirsson
Logi Geirsson

Logi Geirsson spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi nánar tiltekið með Lemgo og lék einnig með landsliði Íslands um árabil.

Logi vann til margra verðlauna á ferlinum, varð tvöfaldur Evrópumeistari, silfurhafi á Ólympíuleikum og var sæmdur Fálkaorðunni fyrir afrek sín á handboltavellinum.

Eftir sviplegan endi á ferlinum, alvarleg axlarmeiðsli fór Logi að læra það sem hann hafði mestan áhuga á, þjálfun. Hann kláraði ÍAK einkaþjálfarann og hefur síðan þá verið að þjálfa fólk á öllum aldri og halda fyrirlestra um allt land. Þar talar hann um heilsu, markmiðsetningu og sjálfstraust.

Logi mun útskrifast sem Viðskiptafræðingur frá Bifröst núna í vor og stefnir á Mastersgráðu í Alþjóðaviðskiptum.

Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Njarðvík. Ingibjörg Elva konan hans er nemi í HÍ og flugfreyja og eiga þau soninn Vilberg Eldon.

Hvernig byrjar þú þinn týpíska morgun ? 

Yfirleitt vekur konan mín mig þegar hún kemur af æfingu og við fáum okkur morgunmat saman ásamt litla 3 ára guttanum okkar áður en honum er komið á leikskólann. Þetta er bara hefðbundið, sturtan tekin og kíkt á dagskránna fyrir daginn og svo heldur maður brosandi útí daginn.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?

Hámark- Lýsi og Nautakjöt- egg og mjólk. Ég man ekki eftir því að hafa "ekki" séð það. Konan sér um innkaupin og það er allt 100% þar eins og allt sem hún gerir.

Hvað er það lang lang skemmtilegasta sem þú gerir ?

Ferðast með fjölskyldunni minni, það er ekkert sem toppar það en svo er það að skapa nýja hluti og elta markmiðin sem ég hef sett mér.

Er eitthvað sem þú getur alls ekki verið án, þá á ég við hlut- hluti ?

Ég er ónýtur maður ef ég er ekki með hringinn á puttanum en annars þá toppar ekkert skipulagsbókina mína því ég man varla hvað ég heiti nema ég sé með hana við hendina. Það er oft gert grín af mér en ég mæti stundum með hana í partý. Svarið mitt við þessu er að out og sight out of mind. Ef að hugsunin er skrifuð niður þá er hún orðin "commitment". Ég skrifa allt sem ég hugsa, allt sem ég fer og er búinn að skipuleggja í þessa bók.

Hvað ertu að æfa og hvernig æfingar gerir þú?

Ég æfi 5 sinnum í viku og skipti reglulega um æfingakerfi, ég hef virkilega gaman af því að lyfta og prófa þau fræði sem ég les um. Ég er menntaður ÍAK einkaþjálfari og er sérstakur áhugamaður um rannsóknum tengdum heilsu og hreyfingu. Undanfarið hefur það vakið mikinn áhuga hjá mér að sjá hvernig taugakerfið tengist þessu öllu.

Hvað ertu að fást við þessa dagana ?

Ég er að skrifa Bs. Ritgerð í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og verð útskrifaður í vor.

Síðan er það www.fjarform.is sem er eitt af því sem ég hef skapað og hef mest gaman af. Þar leitumst við eftir að vera mikils virði fyrir heilsu fólks og hafa góð langvarandi áhrif á líf fólks. Við fræðum fólk um það sem skiptir mestu máli og hvetjum það til að ná markmiðum sínum. Satt best að segja er ég mjög stoltur af því að geta hjálpað og kennt fólki að breyta um lífstíl.

Einnig er ég með í smíðum samfélagsmiðil sem væntanlega verður að veruleika innan 2 ára.

Áttu þér draum sem þú hefur ekki látið rætast ennþá  ?

Já og nei hann er í vinnslu (Samfélagsmiðillinn) og það munu margir minni draumar munu verða að veruleika í kjölfarið.

Myndir þú nota hjól meira til að komast á milli staða ef aðstæður leyfa?

Algjörlega, þegar ég bjó í Þýskalandi hjólaði ég mikið. Aðstæðurnar eru stöðugt að batna fyrir fólk á Íslandi en það er helst veðráttan sem er að stoppa mann í því að taka hjólið úr skúrnum.

Stundar þú vetrar íþróttir, skíði og þess háttar ?

Ef að vélsleðinn minn flokkast undir vetraríþrótt að þá er svarið Já.

Ef þú værir beðin um að gefa gott ráð til hóps af fólki,hvaða ráð væri það ?

Ég hef mikið verið í því að flytja fyrirlestra á síðustu árum og veita fólki innblástur og hafa trú á sér. Auka sjálfstraust, líða vel og kenna einstaklingum að setja sér markmið.

Ég myndi því hiklaust mæla með að fólk kynni sér www.fjarform.is og sjá hvað við getum gert fyrir fólk. Maður þarf að setja heilsuna í fyrsta sæti, maður fær bara einn líkama alla ævi. Þetta snýst ekki allt um að létta sig heldur almennt heilbrigði og eðlilegt samband við mat.

Held að það sé fínt að enda þetta á þessum orðum:

“Health is like money, we never have a true idea of its value until we lose it"