Fara í efni

Ívar Guðmundsson tekinn í létt spjall

Það þekkja allir íslendingar hann Ívar Guðmundsson. Hann er einn af okkar ástsælustu útvarpsmönnum og er daglega með þátt sinn á Bylgjunni. Einnig er hann öflugur í ræktinni ásamt því að reka fyrirtæki.
Ívar Guðmundsson í hörkuformi
Ívar Guðmundsson í hörkuformi

Það þekkja allir íslendingar hann Ívar Guðmundsson. Hann er einn af okkar ástsælustu útvarpsmönnum og er daglega með þátt sinn á Bylgjunni. Einnig er hann öflugur í ræktinni ásamt því að reka fyrirtæki.

Varstu fyrirmyndar nemandi í grunnskóla?

Nei ég get ekki sagt það, mér leiddist í skóla stóran hluta tímans og mér fannst skemmtilegast að spila fótbolta í frímínútum. Ég var bara svona meðal nemandi helg ég en ég átti samt mjög skemmtilegan tíma í Fellaskóla og byrjaði að ganga í hann á fyrsta starfsári skólans 1972 og var þar alla skólaskylduna. Hópurinn var stór og þegar við vorum með reunion á síðasta ári var þetta bara eins og við hefðum klárað skólann fyrir 2.árum því samheldnin og vinskapurinn er allur til staðar ennþá.

Hefur þú einhvern tíman reykt sígarettur?

Fyrsta svarið er nei, en samt get ég sagt að ég var 5 ára að fikta með sígarettur og eftir að mamma komst að því gaf  hún mér bara eina og ég varð svo veikur að ég man ennþá eftir því. Tvisvar á fullorðins árum hef ég tekið smók eins og sagt er og þá hef ég alltaf orðið lasinn sem betur fer.

Hvað var það sem fékk til að fara út í líkamsræktina og hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir?

Ég hef að vísu alltaf hreyft mig mikið og byrjaði í fótbolta sex ára. Ég fór svo fyrst inn í líkamsræktarsal árið 1990 með Fjölni Þorgeirssyni sem segist eiga heiðurinn af þeim árangri sem ég hef náð. En ég hélt áfram og hann datt út. Ég tók þetta ekki af mikilli alvöru til að byrja með en æfði svona sæmilega vel, en frá árinu 1997 hef ég alltaf æft mjög skipulega og eftir að hafa séð Fitnsskeppnir hér heima fann ég eitthvað sem mér fannst áhugavert en það er svona þessi gamli Tarsanleikur sem maður tók þátt í í íþróttum í skóla. Ég tók þátt í mínu fyrsta móti 2001 og síðan var ekki aftur snúið. Ég hef verið með í 11 slíkum keppnum.

Er einhver matur sem þú lætur alls ekki inn fyrir þínar varir?

Nei í rauninni ekki, en ég get samt sagt að ég borði svona 80% hollt og gott en hef samt þá skoðun að hóf sé alltaf besta leiðin í öllu sem viðkemur mat.

Þegar þú ert að æfa fyrir mót, hvernig er þá venjulegur dagur hjá þér? 

Þegar maður er að undirbúa sig fyrir mót þá var þetta yfirleitt þannig að maður vaknaði 5.20 á morgnana og var mættur í ræktina kl 6 til að taka brennslu og lyfta létt, svo var það bara morgunmatur kl 7.20 og svo borðað á 3 tíma fresti allan daginn. Síðan aftur æfing seinni partinn og þá yfirleitt lyft meiri þyngdum og svo æfði maður upphýfingar og dýfur þvisvar í viku því þá var keppt í þessum greinum.

Hvaða mataræði mælir þú með fyrir þá sem ætla að fara að æfa af alvöru og jafnvel keppa í fitness? 

Þeir sem ætla að ná árangri verða að hafa mataræðið í lagi. Matseðillinn væri þá svona:

Hafragrautur á morgnana, Hámark og rúsínur blandað saman. Millimál um kl 10 og þá kannski eitt epli. Hádegismatur, kjúklingabringa og hrísgrjón og grænmeti. Millimál hrískaka. Kvöldmatur, Kjúklingabringa og sætar kartöflur. Drekka bara vatn með þessu og þá mun árangurinn skila sér. Ef maður er síðan að farast úr hungri að kvöldi þá er best að skera niður ávexti. Eitt sem þarf að taka með svona mataræði er fjölvítamín og Omega 3 fitusýrur til að fá nóg af góðri fitu.

Hvernig byrjar venjulegur morgunn hjá þér og hvað færðu þér í morgunmat? 

Síðustu ár hef ég byrjað hvern morgunn á æfingu og síðan þjálfað í einn tíma. Svo borða ég morgunmat kl 8 og undanfarin tvö ár eru það sjö matskeiðar af haframjöli, súkkulaði Hámark út á og 20 rúsínur. Þá færðu næga orku bæði úr kolvetni og próteini til að takast á við daginn. Með morgunmatnum tek ég fjölvítamín (Allt í einni) sem er sérhannað fyrir íslenska aðstæður, sem sagt langa dimma mánuði stóra hluta ársins.

Hvað gerir þú til að slaka á ? 

Ég horfi alveg slatta á sjónvarp í frítíma en einnig finnst mér gaman að fara í bíó eða á tónleika.

Ertu búinn að koma fjölskyldunni í ræktina með þér? 

Já, þá má segja það, elsta dóttirinn Anna Líney 21 árs hefur verið í íþróttum frá 5 ára aldri og eftir að hún hætti í fimleikum, 15 ára hefur hún verið í World Class daglega og hefur tekið þátt í tveimur fitnesskeppnum, sonurinn Andri Kristján 20 ára var fyrstu 15 árin í fótbolta og fimleikum en hefur síðan verið að lyfta lóðum með mér og sú yngsta Sara Lind 8 ára er 3 í viku á skautaæfingum og hefur líka prufað fimleika, fótbolta og handbolta.

Ef þú værir beðinn um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það? 

Eina ráðið sem skiptir máli er þetta: Til að hugsa vel um heilsuna er jafn mikilvægt að mæta í líkamsræktina og í vinnuna! Þá upplifir þú bæði vellíðan, betri heilsu og betra andlegt jafnvægi.