Fara í efni

Ívar Guðmunds – Uppskrift af hollustu á grillið

Það þar vart að kynna útvarps og athafnamanninn Ívar Guðmundsson fyrir lesendum okkar. Hann hefur hljómað í eyrum okkar á Bylgjunni alla virka daga síðustu 20 árin og á sama tíma í heil 15 ár og hefur engin verið jafn lengi í útvarpi í sögu íslands á sama tíma, í sama þætti.
Ívar Guðmundsson
Ívar Guðmundsson

Það þar vart að kynna útvarps og athafnamanninn Ívar Guðmundsson fyrir lesendum okkar. 

Hann hefur hljómað í eyrum okkar á Bylgjunni alla virka daga síðustu  20 árin og á sama tíma í heil 15 ár og hefur engin verið jafn lengi í útvarpi í sögu íslands á sama tíma, í sama þætti. 

Ég bað Ívar um að deila með okkur uppáhalds uppskrift af hollustu mat og hann var ekki lengi að snara henni fram, kjúklingur á grillið, enda er brakandi blíða fyrir að grilla þessa dagana. 

 

 

Kjúklingabringur að hætti hússins

  • 4 bringur,
  • sæt kartafla
  • BBQ sósa

Heimatilbúið salat

  • klettasalat
  • agúrka
  • tómatur
  • paprika
  • ristaðar furu hnetur
  • pekan hnetur
  • kókosflögur
  • feta ostur

Bringur teknar og kryddaðar með kjúklingakrydd og penslaðar með barbequesósu. Þær síðan grillaðar og penslaðar með sósunni nokkrum sinnum á meðan. Sæt kartafla skorin niður i strimla og sett yfir þær ólífuolía og smá pipar, þær síðan settar í heitan ofn í um það bil 30 til 40 mínútur á 200 gráður og vil helst hafa þær næstum því stökkar.  Salatinu er öllu blandað saman ásamt feta osti.

Ég ákvað að forvitnast hvað Ívar ætlar að gera í fríinu sínu sumar, en hann hefur nú þegar tekið forskot á sæluna og skellti sér til Flórída ásamt syni sínum í „stráka“ ferð. 

„Ég er búinn að taka sumarfríið snemma þetta árið er ég fór ásamt syni mínum (22ára) til Flórída í maí.  Þetta var svona  strákaferð,  þar sem við fórum að skjóta úr byssum í fyrsta sinn, fórum á Jet ski, Gó kart, sjó bretti og skelltum okkur til Miami.  Tek svo kannski frí bara aftur í haust“.

Það fer ekkert fram hjá þér þegar þú skundar í stórmarkaðina, stóru skiltin af honum og samstarfsmanni hans Arnari Grant auglýsa Hámark drykkina og eins skemmtilegu leiknu auglýsingarnar þeirra í gegnum árin.  En núna er komið nýtt myndband frá þeim í samstarfi við Tjarnagötuna og leikið á létta strengi ásamt þjóðþekktum einstaklingum. 

Hér er svo myndbandið þar sem þú getur valið sjálf/ur útkomuna hjá þeim: Hvað ef...