Fara í efni

Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir tekin í létt viðtal

Hún Guðlaug Elísabet flutti í austur-Skaftafellssýslu í haust og er að koma sér þar fyrir þessar vikurnar. Hún er einnig ein af okkar ástsælustu leikkonum og alveg með eindæmum fyndin.
Guðlaug Elísabet
Guðlaug Elísabet

Hún Guðlaug Elísabet flutti í austur-Skaftafellssýslu í haust og er að koma sér þar fyrir þessar vikurnar. Hún er einnig ein af okkar ástsælustu leikkonum og alveg með eindæmum fyndin.

Hvernig byrjar þú þinn týpíska morgun?

Ég byrja alla morgna á að setja kaffikönnuna í gang og á meðan kaffið er að sjóða kreisti ég hálfa sítrónu og drekk djúsinn í volgu vatni. Gleypi vítamínin með. Fæ mér svo einn gúllara af hörfræolíu og annan af lýsi og þá passar að kaffið er tilbúið.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?

Lifrakæfa og rauðrófur.

Ertu borgarbarn eða náttúrubarn?

Hélt ég væri borgarbarn eingöngu en hef komist að því að ég hafi alveg rangt fyrir mér.

Er eitthvað sem þú getur alls ekki verið án?

Linsur eða gleraugu.

Hvað ertu að æfa og hvernig æfingar gerir þú?

Ég æfi bændaglímu og hvílubrögð.

Áttu gott ráð fyrir okkur sem vöknum stundum ofur myglaðar?

Æfa bændaglímu og hvílubrögð.

Finnst þér íslendingar duglegir að hreyfa sig?

Ég ef bara ekki hugmynd um það eða neina skoðun á því.

Myndir þú nota hjól meira til að komast á milli staða ef aðstæður leyfa?

Já, ef það væri ekki búið að stela því!

Stundar þú vetrar íþróttir, skíði og þess háttar?

Ekki neitt markvisst, en mér finnst svakalega gaman bæði að fara á skíði og skauta.

Ef þú værir beðin um að gefa gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?

Hlusta meira. Minna af öllu öðru.