Fara í efni

Svefnleysi veldur offitu

Ónógur svefn getur leitt til margháttaðra heilsufarsvandamála. Svefnleysi getur meðal annars stuðlað að offitu, hjartasjúkdómum og háum blóðþrýstingi.
Svefnleysi veldur offitu

Ónógur svefn getur leitt til margháttaðra heilsufarsvandamála. Svefnleysi getur meðal annars stuðlað að offitu, hjartasjúkdómum og háum blóðþrýstingi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein í Huffington Post. 

Nýleg rannsókn sem bandarísk heilbrigðisyfirvöld stóðu að bendir til þess að þriðjungur þarlendra fái ónógan svefn og sambærileg bresk rannsókn segir að það sama sé uppá teningnum handan Atlantsála. 

Að sögn fulltrúa Royal Society for Public Health, samtaka sem vinna að því að uppfræða almenning um heilsu, virðist svo vera sem Bretar missi svefn sem nemur einni nóttu á viku. „Við þurfum að vakna til vitundar um mikilvægi svefns“ segir Shirley Cramer framkvæmdastjóri samtakanna í fréttatilkynningu. „Slæmur svefn og svefntruflanir geta skert getu okkar til að lifa heilbriðgðu lífi og rannsókn okkar leiðir í ljós muninn á því hversu mikinn svefn almenningur fær og almenningur þarf“. Rannsókarteymið reiknaði út hversu útbreitt svefnleysi er í Stóra Bretlandi og sýndi fram á hvers vegna líkamar okkar þarfnast svefns, hvernig svefn tengist heilsu og velfarnaði (allt frá orsökum krabbameins til geðraskana), hvaða hópar eru líklegastir til að þjást af svefnleysi og mismunandi tegundir svefnraskana. Niðurstöður úr báðum rannsóknum sýna að svefn er ein af forsendum góðrar heilsu, getur dregið úr áhættu á krónískum sjúkdómum eins og offitu, sykursýki, krabbameinum, æðasjúkdómum og þunglyndi.

Hér eru nokkur lykilatriði úr rannsóknunum:

  1. Svefn er næstalgengasta umkvörtunarefni fólks á eftir verkjum. Það staðfestir breska rannsóknin en í henni kemur fram að fjórir af hverjum tíu Bretum fá ónógan svefn og fimmtungur sefur illa flestar nætur.
  1. Slæmar svefnvenjur geta verið ávísun á hjartasjúkdóma. Bandaríska rannsóknin sýndi að viðvarandi svefnleysi eða lélegur svefn getur aukið hættu á of háum blóðþrýstingi, slagi og dauða. Rannsóknarfólkið telur að viðvarandi stuttur svefn geti hækkað blóðþrýsting, hjartslátt og ruglað starfsemi tauga.
  1. Fólk telur það að sofa, með því heilbrigðasta sem hægt er að gera. Samkvæmt könnunum telur almenningur góðan svefn ganga næst reykleysi, þegar kemur að heilbrigðum lifnaðarháttum samkvæmt könnun sem ofannefnd bresk samtök létu gera, rannsóknin tók til 2000 manns.
  1. Slæmur svefn þýðir að það er erfiðara að hætta að reykja. Fjölmargar rannsóknir sýna að reglulegur svefn getur auðveldað reykingafólki að hætta. Óreglulegur svefn aftur á móti ýtir undir reykingalöngun og þá augnabliksumbun sem reykingarnar veita.
  1. Svefn sem rofnar sífellt getur aukið hættu á krabbameini. Rannsóknarniðurstöðurnar gefa vísbendingar um að viðvarandi óreglulegur svefn geti leitt til krabbameina og Alþjóðaheilbrigðistofnunin hefur gefið út þá viðvörun að: „Vaktavinna sem veldur óreglulegu svefnmynstri getur verið krabbameinsvaldandi.“
  1. Það að vera vansvefta er talið líkjast því að vera undir áhrifum áfengis. Svefnrannsóknir sýna að þegar fólk hefur ekki sofið í 17 tíma er viðbragð og vaka þess sambærileg því sem gerist hjá manneskju með 5 prómill af alkóhóli í blóðinu.  Eftir sólarhringssvefnleysi er mælingin sambærileg við þá sem eru með 10 prómill í blóðinu.
  1. Kanar sofa líka illa. Á milli 50 og 70 milljónir Bandaríkjamanna þjást af viðvarandi svefnröskunum og einn af hverjum þremur fullorðnum sefur minna en sjö tíma á nóttu samkvæmt upplýsingum þarlendra heilbrigðisyfirvalda. Bresk könnun taldi sókn í vinnu og eftirspurn eftir veraldargóssi vera ástæðu aukins svefnleysis á Vesturlöndum.
  1. Tæknin heldur vöku fyrir börnum og unglingum. Árið 2006 lét bandaríska svefnrannsóknarstofnunin gera rannsókn á svefnvenjum unglinga og samkvæmt niðurstöðum eru unglingar sem hafa fleiri en fjögur rafeindatæki í herbergjum sínum líklegri til að sofa minna en þeir sem eiga færri tæki. Það sama gildir um fullorðna.
  1. Heilbrigðisráðherra Breta ætti að setja svefninn í forgang. Breska rannsóknarfólkið segir að það sé á ábyrgð stjórnvalda að gæta að þáttum lýðheilsu eins og hollri hreyfingu, offitu og kynfræðslu. Fjölmargt styður það að svefn sé alveg jafn mikilvægur . . . LESA MEIRA