Fara í efni

HEILSUVÖXTUR Í STAÐ HAGVAXTAR

HEILSUVÖXTUR Í STAÐ HAGVAXTAR

Fyrir 9 árum ritaði ég eina af mínu fyrstu greinum um heilsu undir heitinu „hugleiðing um heilsu“. 

Í þeirri grein fjallaði ég um ýmsar skrítnar ákvarðanir einstaklingsins þegar kemur að heilsu hans t.d. að huga of mikið af einum þætti heilsunnar eins og þyngd í stað þess að huga að henni heildrænt sem hárfíns sambands næringar, hreyfingar, svefns og sálarlífs.

Á þessum tíma var ég fullur eldmóðs að bæta heilsu landsmanna enda nýútskrifaður sem næringarfræðingur og með gráðu í einkaþjálfun. En á þessum 9 árum finnst mér bara að heilsu landsmanna hafi hrakað og þá sérstaklega andlegu heilsunni. Í þessum sambandi hef ég því miður engar tölur, við sjáum þetta jú í aukinni aðsókn í VIRK starfsendurhæfingu.

Við lifum á tímum mikillar hagsældar í íslensku samfélagi og höfum náð að spjara okkur nokkuð vel efnahagslega frá efnahagshruninu árið 2008. En því miður er  hagvaxtaraukning oft í beinu samræmi við aukið stress, þunglyndi og heilsuleysi.

Við þurfum að koma af stað allsherjar HEILSUBYLTINGU því það er HeilsuHRUN framundan. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mun ekki bjarga okkar heilsu eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) bjargaði efnahag okkar eftir hrun.
Það er kominn tími til að vakna og fara að minnka vægi hagvaxtar í hagkerfinu og auka vægi heilsuvaxtar. Hver og einn sjálfráða einstaklingur þarf að vera á tánum með sína heilsu á hverjum degi og virkilega vera yfirmaður sinnar heilsu. Þegar allt kemur til alls eru það við sjálf sem berum ábyrgð á þessari heilsu okkar. Því flestir aðilar innan matvæla- og heilsugeirans í þjóðfélaginu eru aðallega að huga að auknum fjárhagslegum hagnaði sínum en ekki heilsu þinni. Þar er því miður mikið af dæmum um það í okkar þjóðfélaginu.

Framleiðendum gosdrykkja (með sykri og sætefnum), sælgætis, orkudrykkja, skyndibita og annarra dauðra gervimatvara er nokk sama um þína heilsu. Þeirra árangur er aðallega mældur í auknum hagnaði og tekjum en ekki minnkandi ummáli eða þunglyndi landans.
Þeir sem framleiða hvað hollastan mat hérlendis ættu að fá fálkaorðuna og bronsstyttu af sér fyrir eldmóð og viðleitni sína að bættri heilsu landsmanna (hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað). Má þar nefna innlenda framleiðendur grænmetis og ferksvara. Verst er að þessi framleiðsla er svo tíma- og fjárfrek að peningamennirnir munu aldrei sjá hag sinn í að stunda heilnæma og næringarríka grænmetisræktun á Íslandi, né annars staðar í heiminum. Til þess að peningamennirnir séu tilbúnir að fjárfesta í matvælaiðnaði eða ræktun þarf  oftast að eitra grænmetið, efðabreyta því og þúsundfalda framleiðsluna, allt til að auka tekjur og minnka útgjöld. En þannig virkar bara ekki náttúran þó peningamennirnir séu alltaf að reyna að stýra henni, með versnandi heilsu okkar allra.
Draumur minn um að Gúrkudeildina í knattspyrnu og Tómatadeildina í körfubolta árið 2020 er því fjarlægur og hlægilegur draumur.

Við Íslendingar kaupum fæðubótarefni s.s. orkudrykki, amínósýrudrykki, prótein, fitubrennsluefni fyrir fleiri milljarða á hverju ári en þó hrakar heilsu okkar. Margir „heilsugúrúarnir“ sem gefa sig út fyrir að stuðla að heilsu landsmanna auglýsa dauðar heilsuvörur eins og enginn sé morgundagurinn. Afhverju eru heilsugúrúarnir ekki allir á mála hjá grænmetisbændum í stað fæðubótarframleiðandanna? Getur það verið vegna þess að þeir fá betur borgað hjá fæðubótarsölunum? Hver græðir á því í lokin? Er það almenningur sem kaupir nýjasta fæðubótarefnið/undraefnið eða heilsugúrúinn og heildsalinn. Miðað við aukið álag á heilbrigðiskerfi landsmanna og aukinn hagnað fæðubótarsalanna mundi ég halda sá síðari.

Máttur peningamannanna kemur hvergi betur fram en í lyfjaframleiðslu, sem græða á tá og fingri á  heilsuleysi okkar. Alltof mikið af lyfjum nútímans eru bara að viðhalda heilsuleysi okkar með því að halda niðri einkennum en vinna ekki á meinunum.
Það er engin tilviljun að peningamennirnir sjái hag sinn í að þróa og framleiða rándýr lyf fyrir almúgann. Þið sjáið það vel hér á land að nokkrir af ríkustu mönnum landsins eru (voru) menn innan lyfjageirans. Æðstu stjórnendur og eigendur lyfjafyrirtækja eru með ríkustu mönnum heims og t.d. er forstjóri (CEO) alþjóðlega lyfjarisans Pfizer með 28 milljónir dollara í árslaun.
Til þessa að toppa peningagræðgi lyfjafyrirtækjanna þá eru þau einnig að selja mikið af hálf gagnslausum fæðubótarefnum hinum megin við borðið í apótekum. Lyfsalar gefa sig út fyrir að selja lyf sem eru studdar miklum og öflugum rannsóknum, þekktri virkni og staðlaðri framleiðslu en selja svo fæðubótarefni sem oft standast ekkert af þessu.

Af þessu brenglaða matvæla- og heilbrigðiskerfi má draga þá ályktun að: „Við nærumst á mat frá matvælaiðnaði sem hugar lítið sem ekkert að heilsu okkar, og reynum að bæta heilsu okkar í heilbrigðiskerfi sem hugar ekkert að mataræði“ (Wendell Berry).

Það er þó von því það eru aðilar í okkar þjóðfélagi sem virkilega eru vakandi og sofandi yfir því að bæta heilsu almennings en það fer mun minna fyrir þeim en háværu „heilsugúrúunum“. Má þar t.d. nefna Landlæknisembættið (fræðsla um áhrifaþætti heilbrigðis) sem byggir sýnar leiðbeiningar að bættri andlegri og líkamlegri heilsu okkar á vísindalegum rannsóknum og nýjustu þekkingu á þeim sviðum. En vandamálið með þessar vísindarannsóknir og nýjustu þekkingu er að hún er ekki jafn andskoti „sexý“ og t.d. boðskapurinn um alla fitubrennsluna af orkudrykkjunum, ketó- og sveltikúrnum. Þannig að í lok dags er almenningur frekar að fylgja ýktum heilsuskilaboðum í stað hinna „leiðinlegu“ meðalhófs leiðbeininga sem koma frá t.d. Embætti Landlæknis.
Það sem gerir leik Landlæknisembættisins og „matvæla“framleiðenda svo ójafnan er . . . LESA MEIRA