Fara í efni

Hálku-Föll. Hvað um þá sem brotna ekki?

Fróðlegt væri að vita hversu margir falla án þess að brotna, hversu margir meiða sig við fallið en brotna ekki, hversu margir falla en meiða sig alls ekki neitt.
Hvað um þá sem brotna ekki?
Hvað um þá sem brotna ekki?

Ömurlegt er að heyra af ört fallandi fólki á götum borgarinnar.  Ömurlegt er að lesa um heimsóknir í tuga tali á slysadeild Landspítalans til að gipsa og spelka brotna fótleggi og handleggi. 

Fróðlegt væri að vita hversu margir falla án þess að brotna, hversu margir meiða sig við fallið en brotna ekki, hversu margir falla en meiða sig alls ekki neitt. 

Eina helgina í janúar  fóru til dæmis 100 slasaðir einstaklingar á slysadeildina vegna  falls í hálkunni.  Ef 10 sinnum fleiri féllu þessa helgi, án þess að leita til slysadeilda,  þá eru það 1000 einstaklingar, en kannski voru það 2000 eða 5000 einstaklingar? Þá er ég aðeins að tala um þessa tvo daga, og aðeins höfuðborgarsvæðið.

Krafturinn sem verður til við höggið á kalt og hart svellið er töluverður.  Krafturinn getur brotið bein en hvað gerist ef beinið brotnar ekki?  Krafturinn víbrar þá eftir beininu og yfir í næstu liðamót en við það getur liðurinn tognað og beinin hliðrast til.

Við fall á mjöðm geta beinin gengið til, þ.e. snúist fram á við eða aftur á við.  Vöðvarnir í kring spennast þá upp og halda liðnum í rangri stöðu og álagið á bakið, mjöðmina, hnéð og ökklann verður rangt.  Eftir 2-3 vikur geta t.d. farið að koma verkir í mjóbakið neðarlega, öðru megin, en oft ekki fyrr en viðkomandi fer að reyna meira á sig.  Verkir fara að koma við hina og þessa hreyfingu og bólgur myndast.  Oft kemur í kjölfarið verkur í rasskinnina og niður í lærið.  Viðkomandi tengir þetta ekki við fallið á svellinu, veit ekki af af hverju verkurinn stafar,  og lætur sjúkraþjálfara ekki skoða sig og lagfæra skekkjuna.  Sjúkraþjálfari hefur nefnilega þekkingu til að lagfært stöðuna á liðnum  og minnkað vöðvaspennuna þannig að liðurinn starfi rétt.

Sama gerist við fall á útrétta hönd eða ef viðkomandi ber olnbogann fyrir sig.  Ef krafturinn við höggið brýtur ekki beinið þá víbrar krafturinn upp í axlarliðinn og tognun getur orðið þar.  Truflun verður á starfsemi liðarins en verkir þurfa ekki að koma ekki fram fyrr en mikið seinna. Mikilvægt er að laga þessa truflun sem fyrst og fá rétta hreyfingu á axlarliðinn, styrkja vöðva sem hafa slaknað og mýkja upp þá sem hafa stífnað.    Oft duga 1 til 2 skipti hjá sjúkraþjálfara til að til að lagfæra  skekkjuna en því lengur sem beðið er því stærra verður vandamálið og því lengri tíma tekur að fá aftur fram rétta starfsemi liðarins.

Sveinn Sveinsson Sjúkraþjálfari MTc : Gáski sjúkraþjálfun : www.gaski.is