Fara í efni

Við hér á Heilsutorg.is sendum landsmönnum öllum hugheilar áramótakveðjur og þökkum fyrir okkur á árinu sem er að líða

Við hér á Heilsutorg.is sendum landsmönnum öllum hugheilar áramótakveðjur og þökkum fyrir okkur á ár…

Ritstjórn og eigendur Heilsutorgs óska lesendum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegs og farsæls nýárs með þökkum fyrir undirtektirnar á árinu sem er að líða.

Við þökkum einnig þeim sem urðu samstarfsaðilar, lögðu til greinar og efni og „mættu í viðtöl“ til okkar, án ykkar hefði okkur ekki tekist að gera síðuna eins lifandi og hún er.

Árið 2017 var annað gott ár hjá okkur, við náðum góðum tengslum við lesendur okkar með og markmiðum okkar, meðal annars með „likes“ en við fórum vel yfir 23.400 markið.

Við þökkum þeim sem lögðu til vörur í leikina okkar kærlega fyrir en það voru Culiacan og Eins og fætur toga með Brooks hlaupaskóna.

Við vonum að árið 2018 verði okkur öllum einstaklega gott og farsælt. Munið að góð heilsa er það mikilvægasta sem við eigum. Við getum gert svo margt til að stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu og bæta þannig lífsgæði okkar og laglífi. Jafnvægi í daglegu lífi og það að stunda hæfilega hreyfingu, borða hollan mat og tryggja hæfileg hvíld og svefn, þetta eru lykil atriðin. Að ógleymdu því að forðast tóbak, vímuefni og ofneyslu áfengis. Einnig ber að hafa í huga að ofnotkun og slæm notkun á samfélagsmiðlum getur verið skaðleg fyrir okkur sjálf, samband okkar við annað fólk og aðra sem við meðvitað eða ómeðvitað særum eða sköðum með orðum okkar.

Að lokum, munið að lífið er kærleikur og við getum gert heiminn svo miklu betri með því að sína náunganum kærleika og gera okkar besta í að huga að þeim sem standa okkur næst.

Hugheilar nýárskveðjur.

Ritstjórn og eigendur Heilsutorg.is