Fara í efni

Niðurtalning fyrir Unglingalandsmót er hafin og spennan magnast

Það styttist óðfluga í setningu ULM2025 - einnig styttist í að skráningu ljúki.
20 keppnisgreinar eru í boði á ULM2025
20 keppnisgreinar eru í boði á ULM2025

Skráningu í keppnisgreinar lýkur eftir tvo daga eða sunnudaginn 27. júlí, þó verður mögulega hægt að bæta við í einhverjar greinar, háð því hversu mörg pláss eru í boði. Þess vegna borgar sig ekki að fresta neinu er snýr að skráningu – og vinda sér í það, því enginn vill missa af að taka þátt í ULM2025.

Unglingalandsmótið er tilvalinn vettvangur til að prófa nýjar greinar og ef þú ert ekki með liðsfélaga þá er hægt að merkja við „án liðs“ þegar skráning er gerð og UMFÍ setur saman lið til að sem flestir geti tekið þátt, prófað nýjar greinar og haft gaman. Ef einhver þarf að breyta skráningunni sinni má gera það hér Góð leið fyrir skráningu

Breytingar á greinum á milli ára

Fyrir þá sem hafa mætt aftur og aftur á ULM og telja sig þekkja mótið eins og lófann á sér, þá komum við ykkur á óvart því það hefur orðið breyting í nokkrum greinum milli ára. Til dæmis er grasblak ein þeirra greina en þar hefur orðið veruleg fjölgun bæði á þeim sem geta verið innan vallar og í liðum. Þar eru nú fjórir í hverju liði inni á vellinum í stað tveggja áður. Að sama skapi hefur verið bætt við nokkrum greinum í frjálsum íþróttum og keppnisflokkum í frisbígolfi. Það er því mikilvægt að kynna sér allt úrvalið sem í boði er til að hafa allt á hreinu. Skoða keppnisgreinar

Margir opnir viðburðir verða í boði

Fjöldi opinna greina og viðburða verður í boði á Unglingalandsmótinu til viðbótar við keppni í meira en 20 íþróttagreinum. 

Á föstudeginum verður fótboltafjör fyrir 9-10 ára og leikjagarður. Eftir setningu mótsins á föstudagskvöld geta mótsgestir farið í badminton LED í íþróttahúsinu, prófað fimleika, farið í sundlaugarpartý, körfuboltapartý, blindrabolta, og farið í ringó með allri fjölskyldunni svo fátt eitt sé nefnt.

Á laugardeginum og á sunnudag heldur fjörið áfram með sundleikum, leikjagarði, bæjargöngu og mörgu fleiru. Þú getur séð allt sem er í boði í dagskrá mótsins https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/dagskra/

Tónlist og fjölskyldufjör

Eftir að hafa stundað íþróttir allan daginn gefst frábært tækifæri að taka fram dansskóna og skemmta sér á kvöldin með gömlum og nýjum vinum og tónlistin er ekki af verri endanum eins og sjá má.

Tónleikadagskráin:

Fimmtudagur 31. júlí: DJ Hilmir Dagur Ólafsson og DJ Sigríður Svandís Hafþórsdóttir.

Föstudagur 1. ágúst: Ína Berglind Guðmundsdóttir og Jóna Þyrí Snæbjörnsdóttir syngja á mótssetningu.

Laugardagur 2. ágúst: DJ Ragga Hólm, Stebbi Jak og Hafþór og Júlí Heiðar og Dísa.

Sunnudagur 3. ágúst: Magni Ásgeirsson, DJ Ernir Daði og VÆB.

Tjaldsvæði mótsgesta

Tjaldsvæði fyrir mótsgesti opnar eftir hádegi á fimmtudag 30.7, þeir sem mæta fyrir þann tíma geta keypt sig inn á svæðið hjá rekstraraðilum tjaldsvæðisins. Bílum á að leggja utan við tjaldsvæðis á meðan mótinu stendur. Með miða á mótið fylgir aðgangur að keppnisgreinum fyrir einn þátttakanda á aldrinum 11 - 18 ára, aðgangur að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna, alla afþreyingu, tónleika, í sund og fjör fyrir litla og stóra fætur, ömmur, afa og frænkur sem ekki eru á keppnisaldri. Aðeins þarf að greiða sérstaklega fyrir rafmagn og er það gert í gegnum skráningarkerfi mótsins og er um að gera að ganga frá greiðslu fyrir aðgang að rafmagni sem fyrst (gjald hækkar 28.7).

Því miður er ekki mögulegt að skipta tjaldsvæði Unglingalandsmóts UMFÍ eftir sambandsaðilum. Tjaldsvæðið er engu að síður stórt og ætti að rúma alla

Nánari upplýsingar

  • Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins. Netfang: omar@umfi.is. Sími: 898 1095.
  • Silja Úlfarsdóttir verkefnastjóri. Netfang: silja@umfi.is. Sími: 698 3223.
  • María Sigurðardóttir verkefnastjóri. Netfang: maria@umfi.is. Sími: 845 7774.

Velkomin á Unglingalandsmót