Fara í efni

Þynnka getur haft áhrif á heilsu þína

Eigum við að skála fyrir heilsu þinni?
skál fyrir heilsu þinni
skál fyrir heilsu þinni

Eigum við að skála fyrir heilsu þinni?

Óhófleg áfengisdrykkja og timburmenn geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli, samkvæmt nýrri finnskri rannsókn.

Í rannsókninni sem stóð yfir í 15 ár var úrtakið yfir 2600 miðaldra karlar. Skoðaðir voru þeir sem drukku 6 drykki eða meira endrum og sinnum og komust vísindamenn að því að timburmenn aðeins einu sinni á ári tengist aukinni hættu á heilablóðfalli.

Timburmennirnir juku áhættuna á heilaáföllum burtséð frá því hversu mikið magn áfengis var drukkið, en framgangur æðakölkunar varð meiri hjá þeim sem drukku 6 drykki eða meira í eitt skipti.

Karlar með háan blóðþrýsting og í ofþyngd meðan á neyslunni stóð, juku enn meira á áhættuna á heilablóðfalli.

Neysla mikils magns af áfengi oftar en tvisvar í viku hækkaði dánartíðni af völdum heilaáfalls.

Einstaka timburmenn skipta sennilega ekki miklu máli til lengri tíma litið. En mikið og langvarandi óhóf getur stuðlað að hærra kólestróli og háþrýstingi, sem setur þig í aukna hættu á kransæðasjúkdómum og heilablóðfalli, segir höfundur rannsóknarinnar Sanna Rantakrörni.

Einn til þrír drykkir á gleðistund ættu að vera öruggir. Ef þú ert með undirliggjandi heilsufarsleg vandamál sem geta haft áhrif á hjarta og æðakerfið eða ef það eru langvinnir sjúkdómar í fjölskyldu þinni, svo sem háþrýstingur, sykursýki 2 eða hjartasjúkdómar, ættir þú að íhuga það að minnka skammtinn þar sem þú ert þá þegar í meiri áhættu.

Það sannast að allt sé best í hófi.

Grein birt með leyfi og fengin af www.hjartalif.is