Fara í efni

Þessa hluti verður þú að þrífa betur: Sjáðu listann!

Flestir vilja halda heimili sínu nokkuð hreinu en þó eru til undantekningar á því. Eins og með allt annað er þrifa „stuðull“ fólks mismunandi og það sem einum finnst vera óhreint finnst öðrum jafnvel vera hreint.
Þessa hluti verður þú að þrífa betur: Sjáðu listann!

Flestir vilja halda heimili sínu nokkuð hreinu en þó eru til undantekningar á því. Eins og með allt annað er þrifa „stuðull“ fólks mismunandi og það sem einum finnst vera óhreint finnst öðrum jafnvel vera hreint.

Hvað sem því líður þá könnumst við líklega öll við þessi hefðbundnu heimilisverk. Ryksuga, skúra, þurrka af, setja í þvottavél og hengja upp. Þetta eru hlutir sem lang flestir gera reglulega og telja sig þar af leiðandi vera búna að þrífa .

Það eru þó nokkrir hlutir sem eiga það til að gleymast þegar kemur að heimilisþrifunum. Þeir hlutir eru margir hverjir jafn mikilvægir, ef ekki mikilvægari heldur en þeir sem við þrífum reglulega. Bakteríur nefnilega elska þannig staði og setjast gjarnan að þar.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þessa staði:

Sían í þurrkaranum

Það er ekki nóg að tæma úr síunni á þurrkaranum reglulega. Það þarf líka að taka síuna úr og þrífa vel að minnsta kosti tvisvar á ári því annars getur myndast þar þunn ósýnileg skán. Þessi þrif lengja líftíma þurrkarans og bæta líka afköst hans.

Eldhúsvaskurinn

Rannsóknir hafa sýnt að það eru fleiri sýklar í eldhúsvaskinum heldur en í klósettinu eftir að sturtað er niður. Bakteríur þrífast vel í blautu umhverfi og matnum af óhreinum diskum sem fer í niðurfallið. Það er því nauðsynlegt að sótthreinsa vaskinn vel á hverjum degi.  

Koddar

Þyngd koddanna í rúminu þínu getur tvöfaldast á tveimur árum vegna uppsöfnun ryks og rykmaura. Dauðar húðfrumur nuddast í koddann þegar þú sefur en góðu fréttirnar eru að flesta kodda má þrífa. Mælt er með því að þvo koddana að minnsta kosti tvisvar á ári.

Lyklaborðið á tölvunni

Ryk, mylsna, fita og ýmislegt annað getur gert lyklaborð mjög óhrein. Einhverjar rannsóknir hafa fengið þær niðurstöður að það sé meira af bakteríum á lyklaborðum en á klósettsetum. Það er því gáfulegt að þrífa lyklaborðið á tölvum heimilisins reglulega.  

Farsíminn

Farsíminn þinn hefur það mikið af sýklum á sér að hann er óhreinni en skósólinn þinn, klósettseta og matardallur gæludýra. Kynntu þér hvernig er best að þrífa símann þinn án þess að eyðileggja hann.

Innan í uppþvottavélinni

Af hverju þarf að þvo eitthvað sem er þvegið svo reglulega með sápu og heitu vatni? Matur, fita og sápa getur klesst saman og festist þetta í hornunum á vélinni. Það er því ekki nóg að þurrka utan af hurðinni á uppþvottavélinni. Það þarf líka að þrífa hana að innan því annars byrjar uppþvottavélin að líta verr út og lykta illa.

Hurðarhúnar og ljósarofar

Flestir snerta hurðarhúna og ljósarofa þegar þeir fara inn í herbergi eða út úr þeim. Þetta eru því með þeim óhreinustu stöðunum á heimilinu þínu. Það er því ótrúlega mikilvægt að muna að þrífa alla hurðarhúna og ljósarofa reglulega.

Bakhliðin á ísskápnum

Með því að eyða 15 mínútum á sex mánaða fresti í að þrífa bakhlið ísskápsins getur þú komið í veg fyrir 70 prósent af algengustu bilununum. Með því lengir þú líka líftíma ísskápsins. Þegar óhreinindi og ryk safnast fyrir á bakhliðinni getur ísskápurinn ekki losað sig við hita eins vel og nauðsynlegt er. Það er því mjög gáfulegt að hreinsa bakhliðina svo ísskápurinn virki betur.

Ruslatunnan

Leifar af mat og vökva getur farið úr ruslapokanum og óhreinkað ruslatunnuna sjálfa. Innan á lokinu á lokuðum ruslafötum er vinsæll staður fyrir bakteríur og myglu. Notaðu sótthreinsandi klút í hvert skipti sem þú ferð út með ruslið og þrífðu ruslatunnuna sjálfa svo vel að minnsta kosti einu sinni í mánuði.

Fjarstýringar

Fólk snertir oftast fjarstýringarnar á heimilinu oft á dag, stundum eftir að hafa borðað, hóstað eða hnerrað og eru fjarstýringarnar því eitt það óhreinasta sem finnst á heimilinu. Sýklar safnast fyrir á fjarstýringum og rannsókn sýndi að á helmingi allra fjarstýringanna sem voru skoðaðar fundust kvefveirur. Það borgar sig því að þrífa fjarstýringar reglulega.