Fara í efni

SKRÁNINGARHÁTÍÐ REYKJAVÍKURMARAÞONS 2015

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2015 fer fram í Laugardalshöll. Á hátíðinni fá allir þátttakendur afhent hlaupagögn. Meðal annars þátttökunúmer og tímatökuflögu til að festa í skóreimarnar. Einnig verður hægt að skrá sig á skráningarhátíðinni.
SKRÁNINGARHÁTÍÐ REYKJAVÍKURMARAÞONS 2015

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2015 fer fram í Laugardalshöll.

Á hátíðinni fá allir þátttakendur afhent hlaupagögn. Meðal annars þátttökunúmer og tímatökuflögu til að festa í skóreimarnar.

Einnig verður hægt að skrá sig á skráningarhátíðinni.

Opnunartímar

Fimmtudagur 20.ágúst kl.14-19
Föstudagur 21.ágúst kl.14-19

Mjög gott aðgengi er að húsinu og nóg af bílastæðum. Við Laugardalshöll eru 420 bílastæði og í næsta nágrenni þ.e. við Skautahöllina eru 220 stæði. Einnig eru 600 stæði við Laugardalsvöll sem er stutt frá auk þess sem margir strætisvagnar stoppa í nágrenninu.

Gengið er inn um inngang A í Laugardalshöll og fer afhending hlaupagagna fram í frjálsíþróttahúsinu. Þar munu einnig ýmsir aðilar kynna heilsutengda starfsemi og vörur. 

Fyrirlestrar

Líkt og undanfarin ár verða skemmtilegir og fræðandi fyrirlestrar í boði á skráningarhátíðinni. Fyrirlestrarnir munu fara fram í fyrirlestrarsal Laugardalshallar sem er á vinstri hönd þegar komið er inn í húsið um inngang A. Fundarstjórn verður í höndum Þóru Bjargar Magnúsdóttur. Fyrirlestrarnir verða föstudaginn 21.ágúst kl.17-19 og er dagskrá eftirfarandi:

Kl.17:00 

„Mikilvægi álagsstjórnunar í meiðslaforvörnum“
Róbert Magnússon, íþróttasjúkraþjálfari hjá Atlas endurhæfingu

Kl.17:15 

„Hefur hlaupastíll áhrif á hlaupameiðsli?“
Hannes Hrafnkelsson, læknir og hlaupari

Kl.17:30

„Meira er ekki endilega betra“
Sigurður Pétur Sigmundsson, margreyndur þjálfari og hlaupari

Kl.17:45

„Hvernig getur rétt næring stutt við markmið þín í hlaupum?“
Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og hlaupari

Kl.18:00

 Pallborðsumræður sem fyrstu fjórir fyrirlesararnir taka þátt í

Kl.18:20

„Nýr keppnisflokkur í almenningshlaupum?“ 
Hafsteinn Óskarsson, hlaupari og kennari, segir frá skemmtilegri leið til að bera saman árangur óháð aldri.

Kl.18:30

„Never too old to run“
Roger Robinson, prófessor við Viktoríu háskóla í Englandi og þjóðþekktur íþróttafréttamaður ræðir tengsl 
aldurs og árangurs í hlaupum. Roger er margreyndur hlaupari sem á aldursflokkamet í mörgum af þekktustu 
maraþonum heims og þ.á.m. 2:18,45 í Vancouver og 2:20,15 í Boston í aldursflokknum 40ára+.