Fara í efni

Rabbabarinn kemur á óvart

Hann minnir svolítið á rautt sellerí en rabbabarinn er í raun ávöxtur.
Rabbarari er mjög hollur og góður að nota í boost
Rabbarari er mjög hollur og góður að nota í boost

Hann minnir svolítið á rautt sellerí en rabbabarinn er í raun ávöxtur.

Eins og allir vita að þá er rabbabarinn með stór laufblöð og er meðlimur ávaxtafjölskyldunnar. Stilkurinn er það sem við notum. Hann er eldaður og notaður í sultur, grauta, eftirrétti og það má borða hann hráan.

Einnig er gott að skera hann niður og frysta. Hann er nefnilega góður í drykki eins og boost og smoothies.

En hvað er svona gott við rabbabarann?

Kalk

Mataræði okkar þarf að vera ríkt af kalki og rabbabarinn er ríkur af því. Einn bolli af rabbabara inniheldur 105mg af kalki.

Lutein

Í rabbabara má einnig finna lutein. Lutein er gott fyrir húðina og augun. Einn bolli af rabbabara inniheldur 207mcg af luteini.

K-vítamín

Hann er stútfullur af K-vítamíni. En K-vítamín er afar gott fyrir blóðið. Einn bolli af rabbabara inniheldur 35,7mcg af K-vítamíni.

Andoxunarefni

Efnið sem að gefur rabbabara þennan rauða lit er afar öflugt og fullt af andoxunarefnum. En þau eru nauðsynleg fyrir líkamann.

Heimild: livestrong.com