Fara í efni

Prófaðu FINAX mjölið í baksturinn

Lífland flytur inn FINAX vörurnar.
Prófaðu FINAX mjölið í baksturinn

FINAX vörurnar eru fluttar inn af Líflandi. Lífland framleiðir íslenskar kornvörur undir merkjum KORNAX og flytur einnig inn úrvals vörur úr fyrsta flokks hráefni frá erlendum birgjum.

FINAX byrjaði að þróa glútenlausar vörur árið 1983 og er slagorð þeirra „glútenlaust sem er gott og gerir gott”.

FINAX hefur langa reynslu og mikla þekkingu á glútenlausum vörum. Allar þeirra vörur innihalda fyrsta flokks hráefni og fara í gegnum nákvæmt gæðaeftirlit við vinnslu.

Einfalt, glútenlaust og gott.

Margir eru viðkvæmir fyrir glúteni og reyna að forðast matvæli sem innihalda það. Fyrirtækið FINAX er stærsti framleiðandi á glútenlausu mjöli og brauðblöndum í Evrópu og eru mjölblöndurnar seldar í Nettó,Hagkaup, Fjarðarkaup, Víðir og Iceland Engihjalla.

FINAX mjölið fæst í tveimur tegundum, þ.e. fínt glútenlaust mjöl sem hentar vel í allan bakstur og einnig í hvers konar matseld í stað hveitis eða annars mjöls.

Grófa mjölið er glúten- og mjólkurlaust og hentar líka vel í allan bakstur og allar þær uppskriftir sem innihalda heilhveiti og/eða rúgmjöl.

Báðar mjölblöndurnar eru trefjaríkar og henta vel í brauð og kökur.