Fara í efni

Hvað á að gera ef mig grunar að ég sé smituð/smitaður af lifrarbólgu C?

Grunar þig að þú sért smituð/smitaður af lifrarbólgu C?
Hvað á að gera ef mig grunar að ég sé smituð/smitaður af lifrarbólgu C?

Hvað á að gera ef mig grunar að ég sé smituð/smitaður af lifrarbólgu C en hef ekki fengið greiningu?

Stór hluti þeirra, sem smitast af lifrarbólgu C, fá engin augljós einkenni sjúkdómsins. Algengustu einkenni eru slappleiki og úthaldsleysi. Önnur einkenni svo sem vöðva- og liðverkir, kviðverkir og húðútbrot eru sjaldgæfari. Sumir veikjast með hita og gulu við smit, en það er undantekning. Oft gera einkenni ekki vart við sig fyrr en eftir mörg ár eða áratugi þegar komin er skorpulifur og lifrarbilun.

Sérstök ástæða er til að leita greiningar ef:

• Þú hefur einhvern tímann sprautað þig í æð
• Þú ert HIV jákvæður
• Þú þarft eða hefur þurft að undirgangast blóðskilunarmeðferð
• Þú hefur viðvarandi óútskýrða hækkun á lifrarprófinu ALAT
• Þú ert barn móður sem sýkt er af lifrarbólgu C
• Maki þinn er með lifrarbólgu C
• Þú hefur hlotið blóðgjöf, storkuþætti eða þegið líffæri fyrir árið 1992.

Lifrarbólga C er greind með blóðprófi. Niðurstöður liggja fyrir innan nokkurra daga frá því að próf er tekið. Hægt er að óska eftir blóðprófi hjá öllum heilsugæslustöðvum, einnig er hægt að leita ráðgjafar vegna lifrarbólgu C hjá hjúkrunarfræðingum meðferðarátaksins.

Símanúmer meðferðarátaksins: 800-1111
heimasíða meðferðarátaksins: www.landspitali.is
netfang: medferdaratak@landspitali.is