Hjartadagshlaupið - fer fram laugardaginn 20. september kl. 10 og er ræsing og endamark á Kópavogsvelli.
Vegalengdir og hlaupaleið
Í boði eru tvær tímamældar vegalengdir, 5 km og 10 km. Ræst er kl. 10:00 í báðar vegalengdir inn á Kópavogsvelli en hlaupið er út Kársnesið og til baka í mark inn á Kópavogsvöll. Drykkjarstöð verður á miðri hlaupaleið eftir 5 km og við endamark. Hlaupið er vottað götuhlaup af Frjálsíþróttasambandi Íslands og úrslit því skráð í afrekaskrá fyrir þá sem óska þess.
Verðlaun
Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sæti karla og kvenna í báðum vegalengdum og börn 12 ára og yngri sem taka þátt fá öll þátttökuviðurkenningu. Verðlaunaafhending fer fram strax að hlaupi loknu. Útdráttarverðlaun verða að vanda og þar eiga allir sömu möguleika.
Skráning og þátttökugjald
Skráning í hlaupið fer fram á https://netskraning.is/hjartadagshlaupid/ Einungis 400 númer verða í boði.
Hlaupagögn verða afhent í versluninni Hlaupár í Fákafeni 11, vikuna 15. - 19. september á opnunartíma klukkan 11 til 18.
Aðrar upplýsingar
ÞÁTTTAKENDUR ERU HVATTIR TIL AÐ KLÆÐAST RAUÐU.