Hlaupaleiðin og drykkjarstöðvar:
Leiðin liggur í fallegu umhverfi eftir helstu stígum borgarinnar eins fjarri allri bílaumferð og frekast er unnt. Boðið er upp á tvær vegalengdir heilt og hálft maraþon en hlaupaleiðin er löglega mæld og notast er við flögutímatöku, úrslit birtast á www.timataka.is
Ræsing er á Rafstöðvarveginum í Elliðaárdalnum skammt frá gömlu rafstöðinni, farið er eftir nýja stígnum þvert yfir dalinn, undir Reykjanesbrautina og inn í Fossvogsdalinn, yfir göngubrúna yfir Kringlumýrarbrautina og beygt til hægri upp hjá Háskólanum í Reykjavík, hlaupið meðfram Öskjuhlíðinni upp að Hótel Natura/Berjaya Iceland Hotels og meðfram Nauthólsveginum aftur niður að Nauthólsvík og svo áfram eftir stígnum vestur á Ægissíðu, þar sem snúið er við og farin sama leið til baka. Maraþonhlauparar fara þessa leið tvisvar.
Drykkjarstöðvar eru við HR, snúninginn við Ægissíðu og í markinu, eða með um 5 km millibili.
Tímasetning og hlaupatími:
Maraþonið hefst kl. 9:00 og hálfmaraþonið hefst kl. 11:00. Keppendur í maraþoni þurfa að ljúka fyrri hring á innan við 2:30 klst en keppendur sem klára á lakari tíma og kjósa að hlaupa áfram gera það á eigin vegum.
Skráning:
Forskráningu lýkur um miðnætti föstudaginn 24. október en hægt verður að nálgast keppnisgögn í verslun Sport24 í Garðabæ frá og með mánudeginum 20. október. Keppnisgögn verða einnig afhent við rásmarkið fyrir hlaup. Vinsamlegast mætið tímalega.
Nánari upplýsingar:
Sjá nánari upplýsingar um hlaupið á vefnum marathonhlaup.is.
Facebooksíða: www.facebook.com/springautumnmarathon
Keppnishaldari
Félag Maraþonhlaupara
Pétur Helgason: Símanr.: +354 663 3008 peturhh@gmail.com