Sterk verkjalyf*: Blóðþrýstingsfall, svefnhöfgi og hætta á dái eða dauða vegna öndunarbælingar.
Slævandi lyf (róandi lyf)**: Róandi lyf eins og t.d. benzódíazepín geta verið lífshættuleg séu þau tekin með áfengi og öðrum lyfjum sem hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið.
Örvandi lyf***: Bráð ofskömmtun getur m.a. leitt til krampa (sem geta endað í dái), ofskynjana, óráðs, ofurhita, hraðtakts og háþrýstings.
Lyf sem eru flutt inn af einstaklingum eða búin til á ólöglegan hátt eru mun hættulegri þar sem þau geta innihaldið ýmiss aukaefni. Dæmi um slíkt lyf er Xanax sem ekki er á markaði hér á landi. Xanax inniheldur alprazolam og iðulega önnur efni sem bætt hefur verið við.
*Dæmi um lyf: Contalgin, Oxycontin, Fentanyl, Búprenorfín, Tramadól ofl. Þetta eru hættulegustu lyfin.
**Dæmi um lyf: Alprazolam, Sobril, Stesolid, Imovane, Stilnoct, Díazepam o.fl.
***Dæmi um lyf: Amfetamín, Ritalin Uno, Concerta o.fl.
Lyfjateymi landlæknis:
Ólafur B. Einarsson
Jón Pétur Einarsson
Andrés Magnússon
