Fara í efni

Getur of mikill handþvottur eyðilagt líf þitt?

Læknir að nafni Mercola var að gefa út grein fyrir ekki svo löngu um þær hættur sem fylgja því að þvo sér of oft um hendur með bakteríudrepandi sápu.
Notar þú bakteríudrepandi handsápu?
Notar þú bakteríudrepandi handsápu?

Læknir að nafni Mercola var að gefa út grein fyrir ekki svo löngu um þær hættur sem fylgja því að þvo sér of oft um hendur með bakteríudrepandi sápu.

Í grein sinni talar hann um hvernig ofnotkun á bakteríudrepandi handsápum er að verða að alvarlegu heilsufarslegu vandamáli.

Vissir þú að bakteríudrepandi handsápur eru tengdar almennings vandamálum varðandi heilsu? Það er satt! Hin mikla notkun á þessum sápum og sýklalyfjum stuðlar verulega að því að við, mannfólkið erum að verða ónæm fyrir ýmsum bakteríum og sýklalyfjum.

Þessi mikla notkun á bakteríudrepandi sápum og öðrum örverueyðandi efnum stuðla verulega að vaxandi vandamáli útaf bakteríum sem eru orðnar ónæmar fyrir þessum sápum og sýklalyfjum.

Þetta er núna orðin ein alvarlegasta ógn við lýðheilsu okkar. Ónæmar sýkingar taka fleiri mannslíf núna en nokkru sinni fyrr, fleiri en t.d Alnæmi.

Eitt helsta innihalds efni í bakteríudrepandi sápum og vörum er Triclosan. Til að fræðast betur um þetta efni Triclosan þá er hægt að gera það HÉR

Verið er að ræða um að banna þetta efni, Triclosan.

Læknir að nafni Dr.Bernhoft er fyrrum skurðlæknir sem nánast lést vegna of mikils handþvotts með bakteríudrepandi sápum. Hann framkvæmdi yfir 600 aðgerðir á ári. Í dag starfar hann sem umhverfisvænn læknir í Ojai í Kaliforníu.

Robin A.Bernhoft, læknir fæddist í Fargo í Norður Dakota og útskrifaðist frá Harvard. Hann háði mikla baráttu í sínum veikindum sem voru alfarið tengd ofnotkun á bakteríudrepandi sápum. Sem læknir þurfti hann að þvo sér um hendurnar fyrir og eftir hverja aðgerð. Sem sagt 1200 sinnum á ári. Hann fékk öndunarfæra sjúkdóma og húðvandamál. Sýklalyf virkuðu ekki á þessar bakteríur.

Bernhoft tók málin í sínar hendur og fór að kynna sér umhverfismál og umhverfisvænar lækningar. Þannig náði hann heilsu aftur og getur í dag hlaupið 20-30 km á viku.

Hann notfærir sér það sem hann lærði á sínum veikindum í að hjálpa öðrum.

Heimildir: Healthimpactnews.com