Fara í efni

Fyrirlestur um matarfíkn

Fyrirlestur um matarfíkn í Háskólanum í Reykjavík þriðjudaginn 20. janúar kl: 20.
Vera Tarman MD
Vera Tarman MD

Kanadíski fíknilæknirinn dr. Vera Tarman flytur fyrirlestur um matarfíkn á vegum Matarheilla Þriðjudaginn 20. janúar 2015 Klukkan 20:00. 

Er fyrirlesturinn í Háskólanum í Reykjavík í stofu V-102. 

Vera Tarman MD er menntaður heimilislæknir sem hefur sérhæft sig í fíknilækningum. Hún er nú yfirlæknir á stærstu meðferðarstöð fyrir alkóhólista og fíkniefnaneytendur í  Toronto, Kanada.

Vera hefur verið leiðandi í umræðu um matarfíkn sem þátt í offituvandanum; orsakir, afleiðingar og meðferðaleiðir.  Hún hefur nýverið gefið út bókina Food Junkies; The truth about foodaddiction ásamt Philip Werdel.  Vera heldur úti vefsiðunni:  Addictionsunplugged.com,  hún er eftirsóttur fyrirlesari og málssvari fyrir þennan málaflokk.