Fara í efni

Fréttatilkynning – Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra 2016

Fréttatilkynning – Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra 2016

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia, lyftingum og sundi, verður haldið í Reykjanesbæ dagana 12. – 13.mars.

Umsjónaraðili Íslandsmótsins í samvinnu við íþróttanefndir ÍF er  íþróttafélagið NES og Massi, lyftingadeild UMFN.

Íslandsmót í borðtennis fer einnig fram í samvinnu við NES en það verður í apríl í Grindavík.

Sundkeppni fer fram í Vatnaveröld.

Keppni hefst á laugardag kl. 14.00 og sunnudag kl. 10.00, áætlað er að keppni standi í tæpa 4 tíma báða dagana.

Bocciakeppni fer fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut.  

Mótssetning er á laugardag kl. 10.30 .

Keppni hefst á laugardag kl. 11.00 og sunnudag hefjast úrslit kl. 11.00.  Áætlað að keppni ljúki 13.30.

Lyftingar fara fram í Ljónagryfjunni í lyftingaraðstöðu Massa.  Keppni hefst kl. 13.00 á sunnudag og áætlað að keppni ljúki 15.30. 

Verðlaunaafhending er í lok keppni í boccia og lyftingum en í sundi fer fram verðlaunaafhending að loknum hverjum þremur greinum.