Heilsutorg vill komast í samband við fyrirtæki á Íslandi sem stuðla að hreyfingu starfsmanna sinna og heilsueflingu almennt. Hugmyndin er sú að fyrirtæki geti sagt frá þeirri heilsueflingu sem á sér stað innan veggja fyrirtækisins og munu pistlar um slíkt birtast vikulega á Heilsutorg.com
Ef að þitt fyrirtæki stuðlar að heilbrigði starfsmanna sinna með markvissri stefnu um hreyfingu og/eða næringu, og framfylgir þeirri stefnu þá væri gaman að heyra frá ykkur. 
Vinsamlegast sendið tölvupóst á info@heilsutorg.com  sem mun hafa samband.