Adidas Boost hlaupið fer fram miðvikudaginn 30. júlí kl. 20:00 í Elliðár- og Fossvogsdal. Um er að ræða skemmtilegt 10 km götuhlaup á hraðri braut þar sem tilvalið er að bæta tímann sinn rétt fyrir Verslunarmannahelgina og æfa sig fyrir frekari bætingar í Reykjavíkurmaraþoninu. Adidas Boost hlaupið var valið annað besta götuhlaup ársins 2022 af lesendum hlaup.is.
Staðsetning
Hlaupið hefst við Rafstöðvarheimilið í Rafstöðvarbrekkunni í Elliðaárdal. Bílastæði eru neðst við Rafstöðvarveg. Einnig er hægt að leggja við Ártúnsskóla og eða Árbæjarsafn sem er stutt frá upphafi og enda hlaupsins. Fólk er hvatt til að koma gangandi/hjólandi t.d úr Fossvogi, Breiðholti, Árbæ, Ártúnsholti og víðar enda aðgengi með göngu- og hjólastígum orðið virkilega gott í Elliðaárdal.
Eftir hlaupið verður gaman, næring, drykkir, verðlaunaafhendingar, útdráttarverðlaun, tónlist og stemning. Í hlaupinu verður íþróttadrykkur og vatn í boði á drykkjarstöð við Víkingsheimilið.
Vegalengd og Hlaupaleið
Hér má sjá kort af hlaupaleiðinni https://hlaup.is/vidburdir/adidas-boost-hlaupid-30-07-2025/
Hlaupaleiðin er 10 km löng, löglega mæld af FRÍ. Heildarfall (lækkun) í hlaupaleið er um 9 metrar sem er löglegt, en 10 km hlaup má falla/lækka sem nemur einum metra fyrir hvern kílómetra til að teljast innan löglegra marka. Leiðin er teiknuð með það í huga að vera skemmtileg í flottu umhverfi að sumarkvöldi og samtímis hröð og því góð til bætinga.
Hlaupið hefst efst í Rafstöðvarbrekkunni í Elliðaárdal og hlaupið er upp Elliðaárdalinn gegnum undirgöngin við stífluna, áfram eftir göngustíg að Fylkisvelli og Árbæjarsundlaug, meðfram Fylkisvelli og síðan til hægri yfir brúnna. Eftir brúnna er beygt til hægri og niður göngustíga niður Elliðaárdalinn, alla leið að undirgöngum inn í Fossvog. Beigt er til vinstri og farið gegnum undirgöngin og sem leið liggur að og framhjá Víkingsheimili. Hlaupið er á hjólastíg mest alla leið út Fossvogsdalinn og snúið við rétt áður en komið er að Svartaskógi og göngustígur hlaupinn til baka, framhjá Víkingsheimili, gegnum undirgöng og beint yfir Elliðaárdalinn, beygt til hægri inn á Rafstöðvarveg, framhjá gömlu rafstöðinni og endasprettur áfram og aðeins inn í rafstöðvabrekkuna.
Flokkaskipting
Aldursskipting hjá báðum kynjum:
Verðlaun
Vinningar fyrir fyrstu þrjá í hlaupinu, karla og konur. Einnig fyrir sigurvegara í hverjum aldursflokki karla og kvenna. Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. reiðhjól eins og undanfarin ár.
Þátttökugjald og skráning
Skráning fer fram á https://hlaup.is/vidburdir/adidas-boost-hlaupid-30-07-2025/
Þátttökugjöld eru eftirfarandi:
Forskráðir fyrir kl. 24 laugardaginn 26. júlí:
Skráning eftir kl. 24 laugardaginn 26. júlí:
Skráningu lýkur þriðjudaginn 29. júlí kl. 24:00.
Keppnisgögn eru afhent í verslun Mi Iceland í Ármúla 21 milli kl. 12 og 18 á hlaupdag.
Nánari upplýsingar
Ívar Trausti, netfang ivar@komaso.is eða skilaboð í farsíma 824-2266.