Fara í efni

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2013

Reykjavíkurmaraþon 2012
Reykjavíkurmaraþon 2012

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2013 fer fram þann 24. ágúst og verður þetta í þrítugasta sinn sem hlaupið er haldið.

Tímasetning hlaups í Lækjargötu 24. ágúst 2013

08:40 Maraþon, hálfmaraþon og boðhlaup.
09:35 10 km hlaup
12:00 Upphitun fyrir skemmtiskokk
12:15 Skemmtiskokk 3 km
14:40 Tímatöku hætt

Tímamörk eru í maraþoni og boðhlaupi, sex klukkustundir. Þau sem koma í mark eftir lengri tíma en 6 klst fá ekki skráðan tíma.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefst og endar í Lækjargötu fyrir framan útibú Íslandsbanka.

Latabæjarhlaup í Hljómskálagarðinum

Skráning 

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2013 opnar hér á marathon.is miðvikudaginn 9.janúar 2013. Þú getur valið um að skrá þig (eða aðra) í eftirfarandi vegalengdir:

Smelltu á rauða "Skráðu þig í næsta hlaup" hnappinn hér til hægri til að skrá þig til þátttöku.

Forskráningu á netinu lýkur miðvikudaginn 21. ágúst 2013 kl. 16:00. Ef áhugasamir um þátttöku hafa ekki skráð sig fyrir þann tíma gefst þeim kostur á að skrá sig á skráningarhátíð, daginn fyrir hlaup þann 23.ágúst.

Þátttökugjöld

Þátttökugjöld í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2013 hækka eftir því sem nær dregur hlaupdegi. Ódýrast er að skrá sig á tímabilinu 9.janúar til 2.maí en dýrast á skráningarhátíð í Laugardalshöll. Greiða þarf við skráningu og eru þátttökugjöld ekki endurgreidd. Smellið hér til að skoða upplýsingar um þátttökugjöld 2013.

Greiðsluleiðir

Í skráningarferlinu er hægt að velja um að greiða þátttökugjaldið með Visa- eða Mastercard kreditkorti, Veskinu (debetkort), millifærslu og/eða gjafabréfi. Að lokinni skráningu fær viðkomandi senda kvittun í tölvupósti skráningunni til staðfestingar. Berist ekki kvittun hefur skráning ekki gengið í gegn. Þau sem velja að greiða þátttökugjaldið með millifærslu fá staðfestingu á skráningu eigi síðar en fyrir klukkan 16 næsta virka dag eftir að greiðsla berst. Í gegnum netfangið skraning@marathon.is er hægt að fá aðstoð við skráningu.

Skilmálar

Við skráningu í hlaup á vegum Reykjavíkurmaraþons þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki skilmála hlaupsins. Ef ekki er hakað í samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í hlaupið. Smellið hér til að skoða skilmálana.

Kvittun

Við afhendingu hlaupagagna á skráningarhátíð daginn fyrir hlaup eru þátttakendur beðnir að hafa kvittun með staðfestingu á skráningu meðferðis, það flýtir fyrir afgreiðslu. Kvittunin er send í tölvupósti til hlaupara þegar skráningu er lokið. Einnig er hægt að finna kvittun til útprentunar á "mínum síðum".

Mínar síður

Að skráningu lokinni eignast hver einstaklingur sitt svæði undir heitinu: „Mínar síður“ þar sem hægt er að breyta persónuupplýsingum og lykilorði, skrá sig í sveitakeppni og breyta vegalengd sinni. Frekari upplýsingar um "Mínar síður" er að finna hér.

Hópskráning

Í skráningarkerfinu er hægt að skrá nokkra hlaupara í einu og borga fyrir þá í einni greiðslu. Ekki er þó mælt með að skrá fleiri en 6 í hverri færslu. Fyrirtæki sem vilja skrá 10 eða fleiri til þátttöku geta haft samband á netfangið '; document.write(''); document.write(addy_text83300); document.write('</a>'); //-->n og fengið aðstoð.

Breyting á vegalengd

Þau sem vilja breyta um vegalengd eftir að skráningu er lokið geta gert það á "mínum síðum". Greiða þarf fyrir mismun á verði vegalengda ef farið er í dýrari vegalengd. Ekki þarf að greiða breytingagjald. Allar nánari upplýsingar og aðstoð eru veittar í gegnum tölvupóstfangið  skraning@marathon.is.

Bolir

Bolastærð er hægt að fá breytt með því að senda póst á skraning@marathon.is fyrir 1.ágúst. Ef birgðir endast verður einnig hægt að fá nýja stærð á þjónustuborði Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í Menntaskólanum í Reykjavík að morgni hlaupdags. Sjá nánar um boli hér.

Nánari upplýsingar