Fara í efni

Heilsuborg er í sumarskapi

Heilsuborg er í sumarskapi og ræktum og mótum líkamann sem endranær. Þó svo að við förum í sumarfrí þá þurfum við að halda áfram að hreyfa okkur svo að við missum ekki niður þann styrk og það úthald sem við höfum náð.
Heilsuborg er í sumarskapi

Heilsuborg er í sumarskapi og ræktum og mótum líkamann sem endranær. Þó svo að við förum í sumarfrí þá þurfum við að halda áfram að hreyfa okkur svo að við missum ekki niður þann styrk og það úthald sem við höfum náð. Hvíld frá æfingum í nokkra daga er í flestum tilfellum af hinu góða og við komum ferskari til baka. En of löng hvíld er ekki góð og þeir sem eru í mikilli þjálfun missa meira niður í langri hvíld heldur en þeir sem ekki hafa náð jafn miklum árangri í að bæta líkamsástand sitt. Við getum því miður ekki unnið okkur inn fyrir fríinu. Gott er að skipuleggja hreyfingu í sumarfríinu bæði til þess að gera sumarfríið ánægjulegra og til þess að halda dampi yfir árið. Gott er að setja sér markmið fyrir hverja viku hvað varðar hreyfingu í sumarfríinu. Markmiðin verða þó að vera raunhæf og eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt eða tengist áhugamálum okkar t. d að ganga Esjuna eða að hlaupa eða skokka 5 km. Hreyfing í sumarfríinu þarf ekki endilega að taka 60 mínútur eða fara fram á líkamsræktarstöð því að 20 til 30 mín göngutúr og nokkrar styrktaræfingar geta gert gæfumuninn. Munum svo bara eftir góða skapinu og brosinu og þá erum við í góðum málum :)