Fara í efni

Ert þú hraðasti hjólreiðakappi landsins?

Rauði krossinn vill vekja athygli á hjólakeppni sem Alvogen heldur fimmtudagskvöldið 4. júlí til styrktar Rauða krossinum og UNICEF
Róbert Wessman á fleygiferð.
Róbert Wessman á fleygiferð.

Rauði krossinn vill vekja athygli á hjólakeppni sem Alvogen heldur fimmtudagskvöldið 4. júlí til styrktar Rauða krossinum og UNICEF.                                                                                                                                                                                                                                                   

                                                                                                                                                                             Brautin.

Sæbrautin breytist í hringleikahúshraðans fimmtudagskvöldið 4. júlí nk þegar hraðskreiðasta hjólreiðafólk landsins hertekur brautina og keppir um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður landsins 2013. 

Í Alvogen Midnight Time Trial er keppt í götu- og þríþrautaflokki (16km og 32km) í kvenna og karlaflokki. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og renna 900.000 krónur af  verðlaunafé til góðgerðamála að vali 12 vinningshafa.

Margir af hröðustu hjólreiðamönnum og konum landsins hafa boðað komu sína á mótið. Lyfjafyrirtækið Alvogen styrkir mótið í samstarfi við UNICEF og Rauða krossinn en skráningargjöld keppenda renna óskipt til samtakanna. 

Rásmark.

Rásmark er við Hörpu(tónlistar- og ráðstefnuhús) og þaðan er hjólað eftir Sæbraut að gatnamótum við Laugarnesveg og til baka að Hörpu þar semendamarkið er. Snúið er við á keilum og keppnishringur er um 5,5 km langur. Sæbraut verður lokuð fyrir annarri umferð á meðan.

Flokkar.

Keppt verður í fjórum opnum flokkum:Karlar götuhjól, konur götuhjól, karlar þríþrautarhjól, konur þríþrautarhjól. Á þríþrautarhjólum eru liggistýri, plötugjarðir og aerohjálmar leyfilegir en óheimilt er að nýta sér búnaðinn í götuhjólaflokki.

Drafting er óheimilt og gilda reglur hjólreiðanefndar ÍSÍ um drafting. Hjálmaskylda er í keppninni og eru keppendur  á eigin ábyrgð.

Götuhjólaflokkur hjólar 3 hringi (16 km) og verður ræstur kl. 21:30. Keppendur verða ræstir út með mínútu millibili.

Þríþrautarflokkur hjólar 6 hringi (32 km) og verður ræstur kl. 22:30. Verðlaunaafhending fer fram fyrir utan Hörpu að móti loknu.

 

Alvogen er aðalstyrktaraðili keppninnar sem er tileinkuð réttindum barna

Aðalstyrktaraðili keppninar er alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen og hefur það ákveðið að tileinka keppnina menntun barna.

Með því vill Alvogen vekja athygli á þeirri staðreynd að allt of mörg börn í heiminum fara á mis við þau grundvallarréttindi sín að ganga í skóla.

Um Better Planet og samstarf Alvogen, UNICEF og Rauða krossins.

Þátttökugjöld renna að fullu til UNICEF og Rauða krossinsog verða nýtt til að styðja við menntun stúlkubarna í Madagaskar og til rekstur verkmenntaskóla í Síerra Leóne.

Undanfarin þrjú ár hefur starfsfólk Alvogen í 30 löndum staðið fyrir söfnun í nafni góðgerðarsjóðs fyrirtækisins, Better Planet en sjóðurinn er í langtímasamstarfi við bæði UNICEF og Rauða krossinn og er til að mynda stærsti styrktaraðili UNICEF á Íslandi. Alvogen hefur nú þegar styrkt samtökin um ríflega 20 milljónir í gegnum Better Planet.

Lykilmarkmið Better Planet er að gera heiminn að betri stað fyrir börn. Stærsti hluti úthlutunar sjóðsins undanfarin ár hefur verið til neyðarhjálpar og til menntunarverkefna barna í Sierra Leone og Madagascar.

Á síðustu þremur árum hafa safnast um 35 milljónir króna í sjóðinn sem hefur eins og áður segir verið m.a.  úthlutað til UNICEF og Rauða krossins en einnig til ýmissa góðgerðamála á mörkuðum Alvogen.

Söfnun Alvogen í ár lýkur í júlí og mun félagið afhenda samtals um 9 milljónir króna til UNICEF og Rauða krossins vegna menntunarverkefna samtakanna.

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og Þór Gíslason forstöðumaður Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir geðfatlaða, hafa boðað komu sína ásamt fjölmörgum af hraðskreiðustu hjólreiðaköppum landsins.

Skráning.

Alvogen skorar á þátttakendur og aðra sem áhugahafa á stuðningi við verkefnin að leita til UNICEF og Rauða krossins sem veita nánari upplýsingar.

Skráning fer fram á www.hjolamot.is og er opin til kl. 23:59 þriðjudaginn 2. júlí nk.

Skráningargjald er 2.500 kr., sem rennur óskipt til UNICEF og Rauða krossins. Allir þátttakendur fá æfingabol við afhendingu keppnisgagna og armband í nafni góðgerðarsjóðs Alvogen, Better Planet.

Einungis verður hægt að nálgast keppnisgögn (tímatökuflögu, bol og armband) í Erninum, Faxafeni 8, frá kl. 12:00 miðvikudaginn 3. júlí til kl: 18:00 á keppnisdag. Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum né fá afhend keppnisgögn.

Ráslisti verður gefinn út fyrir keppnina.

Verðlaun í götuhjólaflokki karla og kvenna:

1. sæti:Flugmiði fyrir 2 til Evrópu með Icelandair og 100.000 kr. sem vinningshafi getur gefið til viðurkennds góðgerðarfélags á Íslandi.

2. sæti:Flugmiði til Evrópu með Icelandair og 75.000 kr. sem vinningshafi getur gefið til viðurkennds góðgerðarfélags á Íslandi.

3. sæti:50.000 kr. sem vinningshafi getur gefið til viðurkennds góðgerðarfélags á Íslandi og óvæntur vinningur fyrir vinningshafa frá samstarfsaðila góðgerðasjóðs Alvogen.

Verðlaun í þríþrautarflokki karla og kvenna:

1. sæti:Flugmiði fyrir 2 til Evrópu með Icelandair og 100.000 kr. sem vinningshafi getur gefið til viðurkennds góðgerðarfélags á Íslandi.

2. sæti:Flugmiði til Evrópu með Icelandair og 75.000 kr. sem vinningshafi getur gefið til viðurkennds góðgerðarfélags á Íslandi.

3. sæti:50.000 kr. sem vinningshafi getur gefið til viðurkennds góðgerðarfélags á Íslandi og óvæntur vinningur fyrir vinningshafa frá samstarfsaðila góðgerðasjóðs Alvogen.

Öflugasta stuðningsmannasveitin:

Veitt verða sérstök verðlaun til þeirra keppanda sem mæta með öflugustu stuðningsmannasveitina og styðja við sinn keppanda við ráspól. 

Vinningur að verðmæti um 100.000 kr, þar á meðal út að borða fyrir hópinn.    

Einnig verða dregnir út fjölmargir góðir vinningar þar sem allir keppendur eru í pottinum.

Verðlaunaafhending og myndatökur af vinningshöfum fer fram fyrir utan Hörpu  að móti loknu.