Okkur væri það sönn ánægja að bæta þér á póstlistann okkar. Gjörðu svo vel að skrá þig og hvar áhugi þinn liggur og við sendum þér áhugavert efni og nýjustu fréttir.
Flýtilyklar
Hollráð
Við erum 7 ára! Afmælistilboð og árangurssögur
29.10.2019
Hollráð
Ég trúi þessu varla, Lifðu til fulls er 7 ára!
Tíminn flýgur aldeilis!
Eins væmið og það hljómar, þá er blákaldi sannleikurinn sá að ég væri ekki hér í dag, væri það ekki fyrir þig. Það er algjörlega þannig.
Sum ykkar hafa fylgt mér frá upphafi, sem ég tek ekki sem sjálfsögðum hlut.
Lesa meira
7 slæmir ávanar til að venja sig af núna – því við viljum heilbrigt og hamingjusamt líf
10.10.2019
Hollráð
Inn með hið nýja og út með það gamla, ekki satt?
Lesa meira
10 fæðutegundir sem berjast á móti Candida sveppnum
18.09.2019
Hollráð
Þjáist þú af skapsveiflum, árstíðabundnu ofnæmi, meltingatruflunum eða endalausum sveppasýkingum ?
Lesa meira
#heilsutorg
4 heilbrigðar leiðir að þyngdartapi
18.09.2019
Hollráð
Ef þú vilt vita leyndarmálið til að léttast náttúrulega og viðhalda þyngdartapinu, þá er þetta grein fyrir þig.
Ég er mjög oft spurð hvort ég fylgi ketó eða vegan mataræði, en ég vil alls ekki bendla mig við neina sérstaka kúra eða svona titla. Ég styðst ekki við boð og bönn, heldur borða ég mat sem mér þykir bragðast betur en fyrra sukk og sem nærir líkamann vel.
Ég styðst hinsvegar við nokkra hluti sem koma í veg fyrir árstíðartengda þyngdaraukningu og hjálpa mér að viðhalda sátt í eigin skinni.
Lesa meira
5 mínútna heilsuskot gegn kvefi og pestum
26.08.2019
Hollráð
“Ég finn eitthvað til í hálsinum” sagði maðurinn minn hálf-nefmæltur.
“Í alvöru, það eru einmitt svo margir veikir þessa dagana” svaraði ég.
Daginn eftir, á sunnudagseftirmiðdegi var ég mætt með djúsvélina og gerði þessi dúndur-heilsuskot fyrir okkur hjónin til að drekka næstu tvo morgna.
Þessu skot eru eitt það besta sem þú getur gefið líkamanum þegar það eru flensur og kvefpestir að ganga.
Lesa meira
Aldrei of seint að breyta um lífsstíl
20.08.2019
Hollráð
Hver elskar ekki hvetjandi sögu? Sögu sem þú verður bara að segja vinkonum frá í saumaklúbbnum... Saga Þorgerðar er akkúrat þannig.
Eftir erfitt ár 2017 hrakaði heilsu Þorgerðar mikið og hún endaði með að hætta í vinnu. Lífið snerist þó við eftir að hún sló til og skráði sig á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið, í byrjun sumars.
Hér er viðtal við Þorgerði og minni ég á að skráningu í næsta hóp fyrir Frískari og orkumeiri á dögum námskeiðið lýkur á miðnætti á fimmtudag!
Lesa meira
Ekki falla í sömu gildru og vinkona mín...
14.08.2019
Hollráð
Ert þú líka svona?
Um daginn var ég að keyra frá Joylato ísbúðinni í 101 með vinkonu minni og hún sagði ,,Já veistu ég þarf bara að verða rosalega hörð við mig og fara að neita mér um ís, og hollan ís líka, til að komast lengra með heilsuna.”
Mig langaði mest að stoppa bílinn og slá hana utan undir! En ég ákvað að hlusta á hana og reyna að skilja hvaðan þetta væri að koma.
Lesa meira
4 atriði sem standa í vegi fyrir markmiðunum þínum
12.08.2019
Hollráð
Af hverju ná flestir EKKI markmiðunum sínum?
Það er ekkert eitt svar við því, engin ein töfralausn. EN það eru nokkrir hlutir sem við getum gert til þess að auka líkur á árangri, til þess að minnka áhættuna á að detta ofaní holu hindrana og komast ekki upp aftur.
Í dag langar mig að deila fjórum þeirra með þér í þeirri von að þú vandir betur markmiðasetninguna þína og hafir þetta í huga næst þegar þú ætlar að ráðast í nýtt verkefni eða gera tilraun til að breyta venjum, þá sérstaklega varðandi heilsuna.
Lesa meira