Fara í efni

Eftirminnilegt fæðingarorlof

Kerrupúl er eitt það sniðugasta sem nýbakaðar mæður geta tekið sér fyrir hendur í fæðingarorlofinu.
Hreyfing í fæðingarorlfinu
Hreyfing í fæðingarorlfinu

Kerrupúl og útipúl er að halda upp á 4 ára afmælið nú á haustmánuðum og því er við hæfi að ryfja upp, jú eða læra um kosti kerrupúls fyrir nýbakaðar mæður og börnin þeirra.

- Fjölbreytt æfingakerfi, enginn tími er eins og því lítil hætta á að þú fáir leið á æfingunum

- Fagleg þjálfun þar sem íþróttakennarar, sjúkraþjálfarar og ljósmæður, leggja grunninn að auknu þoli og styrk, bættri heilsu og betri líðan eftir barnsburð með áherslu á svæðin sem þarf að styrkja eftir fæðingu.

- Útiveran. Súrefnið léttir einfaldlega lundina og hressir, bætir og kætir. Það er auðvelt að verða háður útiverunni og vilja fá sinn skammt af fersku lofti daglega, eftir að þú hefur prófað Kerrupúlsnámskeið.

- Umhverfið .... Laugardalurinn er einstakur hvað varðar veðursæld og fallegt umhverfi, burtu frá umferðinni. Ef hægt er að koma sér í form eftir barnsburð í fallegum lautum, innan um fallegan gróður og stíga, af hverju þá ekki að velja það J Veðrið er svo í 99% tilfella betra í Laugardalnum en þú heldur að það sé þegar þú lítur út um gluggann heima hjá þér eða heyrir í storminum.

- Félagsskapurinn – gefandi og skemmtilegur. Félagsskapurinn skiptir gríðarlega miklu máli þegar þú ert í fæðingarorlofi. Að hitta aðrar mæður svipað þenkjandi og geta rætt um andvökunætur, brjóstagjöf og bleyjuskipti, sem flestar nýbakaðar mæður hafa þörf fyrir að ræða.

- Barnið með í för .... er mikill kostur þegar kemur að því að skipuleggja hreyfingu móður í fæðingarorlofi. Barnið sefur vært í vagninum eða er vakandi og rólegt á meðan þú gerir þínar æfingar og hugar að heilsunni, það er gæða samverutími móður og barns.

- Æfingar með eigin líkamsþyngd eru mjög vænlegur kostur fyrir nýbakaðar mæður sem eru að ganga saman eftir fæðingu og með slök liðbönd vegna hormónaframleiðslu. Við stundum nær eingöngu æfingar með eigin líkamsþyngd og styðjumst við vagnana, bekki, brekkur, lautir, grindverk og ýmsa skúlptúra í umhverfinu á meðan við gerum æfingarnar.

- Ódýr námskeið, enda fæðingarorlofstekjurnar ekki svo ýkja háar.

- Hentar öllum, jafnt þeim sem eru að standa upp úr sófanum eftir margra mánaða eða ára kyrrsetu sem og þeim sem hafa verið aktífar á meðgöngunni og/eða í góðu formi fyrir meðgöngu og fæðingu. Um er að ræða einstaklingsmiðaða hópþjálfun þannig að hver og ein á að geta farið á sínum hraða og fengið æfingar sem henta viðkomandi líkamsástandi. Tveir þjálfarar eru með í hverjum tíma.

Ef þú ert ekki sannfærð eftir þennan lestur um að Kerrupúlið sé eitthvað fyrir þig í fæðingarorlofinu, þá tökum við glaðar á móti þér í ókeypis prufutíma í Laugardalnum. Kynntu þér málið á www.kerrupul.is og/eða sendu okkur línu á kerrupul@kerrupul.is

Melkorka Árný Kvaran

Íþróttakennari og matvælafræðingur, framkvæmdastjóri og þjálfari Kerrupúls