Fara í efni

Hættu nú alveg! Málþing í Hörpu 14. mars 2017

Þriðjudaginn 14. mars næstkomandi stendur Embætti landlæknis ásamt Læknafélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi um tóbaksvarnir sem ber yfirskriftina „Hættu nú alveg!"
Hættu nú alveg! Málþing í Hörpu 14. mars 2017

Hættu nú alveg! Málþing í Hörpu 14. mars 2017

 

Þriðjudaginn 14. mars næstkomandi stendur Embætti landlæknis ásamt Læknafélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi um tóbaksvarnir sem ber yfirskriftina „Hættu nú alveg!"

Málþingið verður haldið í Kaldalóni, Hörpu  klukkan 13:00–16:00.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra mun setja þingið. Á dagskránni eru þrír fyrirlesarar:
 

  • Ángel López, prófessor í hagfræði við Tækniháskólann í Cartagena á Spáni, fjallar um hvernig við getum notað skattlagningu til að bæta heilsu þjóðarinnar.
  • Charlotte Pisinger, vísindamaður við Forskningscenter for Forebyggelse og Sundhed í Kaupmannahöfn, flytur erindi undir undir yfirskriftinni „Rafsígarettur – undur eða ógn?".
  • Jónas Atli Gunnarsson hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnir fyrstu niðurstöður úr könnun stofnunarinnar á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum.

Fundarstjóri verður Guðmundur Þorgeirsson, prófessor og sérfræðingur í hjartalækningum, og stýrir hann einnig pallborðsumræðum að framsöguerindum loknum. Birgir Jakobsson landlæknir tekur þátt í pallborðinu auk fyrirlesaranna.

Þingið fer að mestu fram á ensku.

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Tilkynna þarf þátttöku með því að senda póst á krabb@krabb.is í síðasta lagi 13. mars 2017.

Sjá Dagskrá (PDF)

Viðar Jensson
verkefnisstjóri tóbaksvarna

Af vef landlaeknir.is