Fara í efni

Leggangaþurrkur - Vandamál sem hægt er að leysa

Leggangaþurrkur - Vandamál sem hægt er að leysa

Við ætlum að fara yfir helstu ástæður þess að konur lenda í leggangaþurrki einhvern tímann á lífsleiðinni. Þar liggja margar og ólíkar ástæður. Við ætlum að fara vel yfir helstu ástæður og ekki síst koma með hugmyndir sem gætu hjálpað til við að losna við þurrkinn og kláðann og vonandi í framhaldi, gert kynlífið betra. Það getur verið erfitt þegar leggöngin okkar láta ekki að stjórn, flestar konur lenda í því einhvern tímann á lífsleiðinni að fá sveppa- og/eða bakteríusýkingu eða þurr leggöng. Leggangaþurrkur getur stuðlað að ójafnvægi á örveruflóru legganga og þannig aukið líkur á sýkingu. Hér ætlum við að taka fyrir leggangaþurrk og athuga hvort við getum ekki fundið lausnir á þessu hvimleiða vandamáli. Um 80% kvenna fá leggangaþurrk einhvern tímann á lífsleiðinni. 

Margar konur geta fundið fyrir þurrki í leggöngum við kynlíf vegna þess að þær eru ekki kynferðislega tilbúnar - það stafar oft af ófullnægjandi forleik, sálrænum ástæðum eins og streitu og margt fleira sem við förum yfir hér fyrir neðan.  

Estrógen 
Fallandi estrógen magn er aðalorsök þurrks í leggöngum. Konur fara að framleiða minna estrógen þegar þær eldast. Þetta leiðir til loka tíða á tíma sem kallast tíðahvörf. Hins vegar eru tíðahvörf ekki eina ástandið sem veldur minnkandi estrógen framleiðslu, skoðum fleiri ástæður. 

Brjóstagjöf 
Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæðingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun). Brjóstagjöf getur haft áhrif á estrógen framleiðslu og hefur þá þar af leiðandi áhrif á leggangaþurrk.  

Sígarettureykingar
Konur sem reykja geta fundið fyrir þurrk í leggöngum. Það er vegna þess að reykingar hafa áhrif á blóðflæði til vefja líkamans, þar með talið til  legganga. Þetta getur haft áhrif á kynferðislega örvun og smurningu. 
 
Pillan 
Almennt getur allt sem hefur áhrif á lækkað estrógenmagn þitt, valdið þurrk í leggöngum. Pillan er þar engin undantekning og er það misjafnt milli tegunda, hvort hún hefur áhrif á estrógen búskap hverrar konu. 

Þunglyndi 
Sum algengustu geðdeyfðarlyfin geta haft kynferðislegar aukaverkanir. Þessi lyf eru hönnuð til að breyta samskiptum milli taugafrumna og heilans. Þó að þetta geti verið til góðs fyrir skapið, getur það einnig dregið úr samskiptum frá leggöngum þínum við heila og valdið minni smurningu. Kynferðisleg áhrif þunglyndislyfja eru mjög tengd skammtinum sem er gefinn, því hærri skammtur sem þú ert á, því líklegri ertu til að vera með leggangaþurrk. 
 
Þrifnaður 
Með því að þrífa leggangasvæðið með of mikilli sápu eru fjarlægðar mikilvægar bakteríur sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigt pH-jafnvægi í leggöngum. Enn fremur geta ilmvötn og önnur innihaldsefni í sápum orðið til að auka þurrk í leggöngum, mikil notkun innleggja, binda, tíðatappa og fleira. 

Mikið álag - Stress 
Kynferðisleg örvun er meira en bara líkamleg viðbrögð - það er líka andlegt. Streita getur skapað andlega hindrun, sem gerir það erfitt að ná fram örvun og takmarka seytingu legganga. Streita getur einnig komið af stað mismunandi bólguferlum í líkamanum. Þetta getur haft áhrif á blóðflæði eða miðlun taugakerfisins sem þarf til, til að ná raka í leggöngum. 

Sjögren heilkenni 
Sjögrens sjúkdómur er ekki sjúkdómur í venjulegum skilningi, heldur svokallað heilkenni, þ.e. samsafn sjúklegra einkenna, sem geta átt sér fleiri en eina orsök. Sjúklegar breytingar koma fram í útkirtlum líkamans svo sem tára- og munnvatnskirtlum en geta einnig komið fram í útkirtlum annarra líffæra svo sem í lungum, meltingafærum, húð og leggöngum. Konur kvarta oft um þurrk í leggöngum, sem veldur óþægindum við samfarir. Endurteknar sveppasýkingar í leggöngum eru einnig algengar.   

Aldur 
Þegar kona eldist geta breytingar á framleiðslu hormóna valdið því að leggangaveggir þynnast. Þynnri veggir þýða færri frumur sem seyta raka. Þetta getur leitt til þurrks í leggöngum. Hormónabreytingar eru algengasta orsök þurrks í leggöngum, en eins og fram hefur komið eru þær eru ekki eina orsökin. 

Ólétta 
Venjulega eru leggöngin rök og teygjanleg vegna slímhúðarinnar í leggöngum. Þessar himnur þekja leggöngin með þunnu lagi af tærum vökva. Á meðgöngu hafa hormónasveiflur áhrif á slímhúðina, sem leiðir til þurrks í leggöngum og því fylgir kláði. Skortur á raka í leggöngum getur einnig haft áhrif á kynlíf þitt með því að valda sársauka við kynlíf. 

Krabbameinsmeðferð 
Sumar krabbameinsmeðferðir, svo sem geislun við mjaðmagrindina,  
hormónameðferðir eða lyfjameðferðir geta valdið því að leggöngin verða þurr. 

Lyf 
Einnig getur þurrkur í leggöngum komið fram vegna notkunar lyfja sem hafa áhrif á  hormónabúskapinn eins og ákveðin getnaðarvarnalyf eða lyf sem eru notuð til að meðhöndla legslímuflakk. Sápur geta einnig valdið þurrki og ertingu, svo og sum krem  
sem eru borin á leggangasvæðið. 

Eftir alla þessa upptalningu þá langar okkur að koma með nokkrar hugmyndir sem vert er að prufa. Multi-Gyn og I:say, ásamt Vagimoist – ratiopharm eru allt vörur sérstaklega ætlaðar við sveppa- og baktreíusýkingum í leggöngum ásamt leggangaþurrki.  
Hér fyrir neðan fáum við hugmyndir um, hvernig hægt er að halda leggöngum í réttu raka- og sýrustigi. Það er akkúrat það sem við allar og öll viljum. 

Multi-Gyn 

Multi-Gyn er vörulína með ýmsum vörum fyrir kvenheilsu. Þær meðhöndla og fyrirbyggja óþægindi í leggöngum eins og kláða, ertingu, sviða, vonda lykt og óeðlilega útferð. Multi-Gyn vörurnar verka samstundis, þær eru náttúrulegar og kvensjúkdómalæknar mæla með þeim. Multi-Gyn vörurnar innihalda 2QR sem er einkaleyfisvarið efnasamband sem aðgreinir þær frá sambærilegum vörum á markaði og gerir þær einstakar. 2QR efnasambandið er extract unnið úr Aloe Vera plöntunni.  2QR virkar á fjölda ólíkra skaðlegra örvera og hefur ekki áhrif á heilbrigða örveruflóru. 2QR myndar varnarlag yfir frumuvefinn en það kemur í veg fyrir að skaðlegar örverur nái að bindast frumunum og fyrirbyggir fyrsta skrefið í myndun sýkingar.  Þar sem verkunarmátinn er ekki sérhæfður þá eru minni líkur á að örverur myndi mótstöðu við efnasambandinu. Ásamt því að vera sýkingavörn hefur 2QR einnig kælandi og græðandi áhrif. Engar þekktar aukaverkanir né milliverkanir eru við notkun Multi-Gyn varanna. Vörurnar má nota samhliða sýkla- og sveppalyfjum.  Hafa skal í huga að notkun sýklalyfja er óumflýjanleg ef um alvarlega sýkingu er að ræða. Multi-Gyn vörurnar fást í næsta apóteki og versluninni Móðurást. 

Multi Gyn

Multi-Gyn LiquiGel er gel sem meðhöndlar þurrk í leggöngum. LiquiGel virkar hratt gegn einkennum leggangaþurrks eins og óþægindum við samfarir og ertingu og kláða í leggöngum. Það stuðlar að náttúrulegum raka í leggöngum og verndar heilbrigða örveruflóru þeirra. Gelið hentar einnig vel sem sleipiefni við samfarir. Það inniheldur 2QR ásamt betaine og glycerin og eingöngu náttúruleg innihaldsefni. Einnig er það án allra aukaefna og hormóna. Multi-Gyn LiquiGel er skráð lækningatæki þar sem virkni hefur verið staðfest með viðurkenndum klínískum rannsóknum. 

Vagimoist

Vagimoist ratiopharm eru stílar sem vinna gegn leggangaþurrki og sýkingu í leggöngum. Það inniheldur mjólkursýru og polycarbophil sem viðheldur náttúrulegu sýrustigi í leggöngum og stuðlar þannig að eðlilegri bakteríuflóru legganga. Einnig inniheldur Vagimoist ratiopharm hýalúronsýru sem er rakagefandi og smyrjandi. Vagimoist ratiopharm slær á einkenni eins og ertingu, sviða og kláða í leggöngum. Það má nota stílana bæði til meðhöndlunar og sem fyrirbyggjandi meðferð. Koma skal stílnum fyrir í leggöngum, einu sinni á dag í 5-7 daga í senn. Stílana má ekki nota á meðan tíðablæðingum stendur. Vaigmoist ratiopharm er skráð lækningatæki þar sem virkni þess hefur verið sönnuð með viðurkenndum klínískum rannsóknum.  

I:say  

I:say kvenlínan meðhöndlar og fyrirbyggir ýmis algeng vandamál hjá konum á öllum aldri. Vörurnar virka á öruggan og árangursríkan hátt.  Vörurnar innihalda efnið Cranberry-Active™ sem er einkaleyfavarið efni úr trönuberjum. Cranberry-Active™ efnið virkar þannig að það umlykur bakteríur og sveppi og kemur í veg fyrir að þau nái að festa sig við slímhúð. Vörurnar eru án hormóna og parabena og ekki prófaðar á dýrum.  i say: Vaginal Dryness er skráð lækningatæki þar sem virkni þess hefur verið staðfest með viðurkenndum klínískum rannsóknum. 

I say

i:Say Vaginal Dryness við leggangaþurrki er gel sem meðhöndlar og fyrirbyggir leggangaþurrk. Gelið er borið á húð í kringum leggangaopið. Innihaldsefni gelsins s.s vatn, própýlenglýkól og hýdroxýsellulósi veita raka, hjálpa til við endurnýjun slímhúðar og stuðla að réttu sýru og rakastigi. Gelið slær fljótt á einkenni sem geta fylgt þurrk t.d. kláða og ertingu. Gelið inniheldur einnig Cranberry-Active™ efnið sem veitir vörn gegn sýkingum. Gelið er einnig hægt að nota sem sleipiefni.  

Greinin er unnin í samstarfi og kostuð af Alvogen.