Fara í efni

Svona á að léttast hratt á lágkolvetnamataræði

Svona á að léttast hratt á lágkolvetnamataræði

Það er ekki neinum blöðum um það að fletta að lágkolvetnamataræði er besta matraræðið til þess að létta sig fyrir þá sem það hentar, en það hentar ekki öllum.

Kristján Már Gunnarsson bloggari á bertinaering.is gerir góða úttekt á því hvernig hægt er að léttast hratt á þessu mataræði. 

Vakin skal athygli á því að þeir sem eiga við heilsufarsleg vandamál að stíða ættu ekki að byrja á lágkolvetnamataræði án samráðs við lækni, en gefum Kristjáni orðið.

Það eru til ýmsar leiðir til að léttast hratt.

Hins vegar fela þær flestar í sér að þú þarft nánast að svelta þig.

Ef þú ert ekki með járnvilja þá mun hungrið valda því að þú gefst upp fljótlega.

Þessi hérna aðferð mun:

  • Minnka matarlystina.
  • Valda því að þú léttist hratt án þess að vera svangur.
  • Bæta heilsu þína í leiðinni.

Regla 1 – Taktu sykur og sterkju út af matseðlinum

Mikilvægasta atriðið er að taka sykur og sterkju (kolvetni) út af matseðlinum.

Þetta eru þær fæðutegundir sem ýta mest undir framleiðslu insúlíns. Ef þú vissir það ekki nú þegar, þá er insúlín helsta fitusöfnunarhormónið í líkamanum.

 

Þegar insúlínmagnið minnkar verður auðveldara að losa fitu frá fituvef og líkaminn brennir fitu í stað kolvetna.

Það er annað sem vinnst með því að lækka insúlínið og það er að nýrun losa umfram salt og vatn úr líkamanum, sem veldur því að bjúgur og vökvasöfnun minnkar (12).

Það er ekki óalgengt að fólk léttist um allt að 5 kg á fyrstu vikunni á þessu mataræði, en þá er bæði um að ræða líkamsfitu og umfram vökva.

Þetta er línurit úr rannsókn sem of þungar konur tóku þátt í. Rannsakaðir voru tveir hópar sem voru annars vegar settir á lágkolvetnamataræði og hins vegar á lágfitumataræði . . . LESA MEIRA