#RÍSUMUPP gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi - Stelpa.is

Hvorki andlegt né líkamlegt ofbeldi, umsátur á samfélagsmiðlum, einelti eða annar viðbjóður skal sitja hjá þeim sem fyrir því verður.  Stelpa.is segir #RÍSUMUPP gegn ofbeldisfólki og köstum ábyrgðinni og skömminni yfir á gerendur. Við fáum ótal bréf frá lesendum sem orðið hafa fyrir ofbeldi eða áreiti hvers konar og síga niður undan þunga högganna.

 

Linda Björg Björnsdóttir, talskona #RÍSUMUPP fyrir Stelpa.is, hefur þetta að segja:

Ég ætla taka mitt fyrsta skref í að taka stjórnina aftur á mínu eigin lífi og stíga útúr þögninni !! Mér var nauðgað af 2 mönnum og vegna ótal ástæðna og mest megnis hræðslu hef ég verið í þögninni. Ekki lengur ! Nú tek ég stjórnina af gerundunum og rís upp !!

Þetta er versta lífsreynsla sem ég hef þurft að ganga í gegnum, og þetta hefur gjörsamlega stjórnað lífinu mínu sl. 3 og hálft ár. Þetta er barátta sem ég mun þurfa að berjast í gegnum allt mitt líf, en það sem ég ætla að gera núna í dag er að taka stjórnina frá þeim og yfir í mínar hendur.

ÞEIR FÁ EKKI AÐ STJÓRNA MÍNU LÍFI LENGUR !

#RÍSUMUPP gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og áreiti hvers konar

Stöndum saman og #RÍSUMUPP. Segjum frá um leið og köstum frá okkur skömminni sem er ekki okkar. Sendu okkur þína hetjusögu, undir nafni, og við birtum hana hér á Stelpa.is, öðrum til hvatningar. Segðu okkur hvað gerðist, hvernig þér leið og hvernig þú tókst á við aðstæður. Sendu okkur mynd ef rafræn samskipti áttu sér stað og drögum gerendur fram í dagsljósið.

 • Taktu engan þátt í neinum rökræðum; biddu viðkomandi um að hætta
 • Taktu mynd ef um rafræn samskipti er að ræða og ekki svara neinu eftir fyrstu beiðni um að hætta áreiti
 • Segðu alltaf frá, sama hversu erfitt og sama hversu hrædd eða hræddur þú ert
 • #RÍSUMUPP alltaf
 • Leitaðu aðstoðar á viðeigandi stöðum og ekki gefast upp

#RÍSUMUPP gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi

Sendu inn þína sögu með því að mella HÉR

 

Athugaðu að nafngreina ekki geranda nema þú hafir mynd af rafrænum samskiptum vegna laga um ærumeiðingar. Við mælumst til að stelpur undir 18 ára aldri tali við foreldra sína, leiti til Barnaverndarnefndar í sínu sveitarfélagi eða hringi í 112 ef þörf krefur.

Birt í samstarfi við

 

 

Athugasemdir

Svæði

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré