Af hverju stafar brjósklos og hvađa einkenni fylgja ţví?

Brjósklos
Brjósklos

Hryggsúlan er sett saman úr 26 smábeinum sem kallast hryggjarliđir og brjóskţófum sem tengja beinin saman.

Ţessir ţćttir rađast upp í súlu sem umlykur mćnuna og styđur viđ efri hluta líkamans. Hryggnum er gjarnan skipt í eftirtalda hluta:

 • hálshluta, sem samanstendur af 7 hálsliđum
 • brjósthluta, sem myndađur er af 12 brjóstliđum og tengjast rifbeinin ţeim
 • lendarhluta, sem er myndađur af 5 lendarliđum og eru ţeir stćrstir af hryggjarliđunum
 • spjaldhrygg, sem er flatt ţríhyrningslaga beini sem tengir hryggsúluna viđ mjađmagrindina
 • rófubein, sem er neđst, 2–4 lítil bein sem eru samvaxin ađ hluta

Brjóskţófarnir sem tengja saman hryggjarliđina eru samsettir úr bandvefshring sem liggur umhverfis hlaupkenndan kjarna. Brjóskţófinn er 80% vatn sem gerir hann mjög teygjanlegan og eykur ţađ á hreyfigetu hryggjarins og styđur einnig viđ hann. Á hryggjarliđina og hliđar brjóskţófanna festast svo ţeir vöđvar sem taka ţátt í hreyfingum hryggsúlunnar og gera okkur kleift ađ beygja okkur og snúa.

Mćnan nćr frá heilastofni (neđsta hluta heilans), um beingöng sem hryggjarliđirnir mynda og niđur ađ fyrsta eđa öđrum lendarliđ ţar sem hún greinist í knippi sem kallast mćnutagl (cauda equina). Frá mćnunni liggja taugarćtur út úr beingöngunum og tengja ţannig heilann viđ ađra hluta líkamans.

Brjósklos kallast ţađ ţegar kjarninn í brjóskţófunum, sem liggja milli hryggjarliđanna, ţrýstir á bandvefshringinn og veldur ţví ađ hann bungar út eđa rifnar og ţrýstingur verđur á ađliggjandi taugarćtur. Í sumum tilfellum er ekki nein ţekkt ástćđa fyrir ţví ađ kjarninn fer ađ bunga út, en hrörnun sem verđur á bandvefnum međ aldrinum getur orsakađ ţetta. Einnig getur brjósklos orđiđ viđ áreynslu svo sem líkamlega vinnu eđa slys. Ţađ veldur ţó ekki alltaf einkennum ţó brjóskţófinn bungi út ţví rannsóknir hafa sýnt ađ fjölmargir einstaklingar hafa útbunganir á brjóskţófunum án ţess ađ nein einkenni fylgi.

Einkennin sem fylgja brjósklosi eru ađallega vegna ţrýstings á taugaenda. Slíkt getur faliđ í sér ađ máttur einstakra vöđva minnkar eđa ţeir lamast. Einnig geta fylgt verkir sem leiđa út í handlegg eđa fćtur og/eđa skyntruflanir í höndum eđa fótum. Ţrýstingur á mćnu getur líka orsakađ einkenni. Ţau eru krampar og/eđa lömun og skyntruflanir í ţeim hluta líkamans sem taugarnar sem verđa fyrir ţrýstingnum liggja til. Loks má nefna einkenni vegna ţrýstings á mćnutagl en ţau geta veriđ truflanir á ţvaglátum og/eđa skyntruflanir viđ endaţarm og innan á lćrum og/eđa minnkandi máttur eđa lömun á báđum fótum.

Brjósklos verđur oftast í lendarhrygg (mjóbaki) og er ţađ algengt hjá einstaklingum á aldrinum 30-50 ára. Brjósklos í hálsliđshlutanum er sjaldgćfara og brjósklos í brjósthlutanum er sjaldgćft.

Ýmsir ţćttir auka á hćttuna á brjósklosi. Til dćmis eru ţeir sem vinna viđ ađ lyfta ţungu hlassi, snúa sér og beygja viđ vinnu, ţannig ađ aukiđ álag verđur á bakiđ, í meiri hćttu. Ţađ sama á viđ um ţá sem vinna viđ langkeyrslur. Einstaklingar sem eru í lélegu líkamlegu ástandi eru í meiri hćttu og sérstaklega ef ţeir taka sér fyrir hendur störf ţar sem álag verđur á bakiđ. Slćmt líkamlegt ástand og stífir bakvöđvar gera ţađ ađ verkum ađ hreyfingar hryggsúlunnar verđa takmarkađar og slappir magavöđvar valda ţví ađ stađa mjađmagrindarinnar breytist og aukiđ álag verđur á mjóbakiđ. Offita eykur svo enn frekar líkurnar á ađ brjósklos myndist. Loks má geta ţess ađ rangar líkamsćfingar geta valdiđ brjósklosi og ţví er mikilvćgt ađ gera allar ćfingar rétt ţegar líkamsţjálfun er stunduđ.

Heimild: visindavefur.is


Athugasemdir

Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré