Fara í efni

Svansvottun er opinbert norrænt umhverfismerki

Svansmerktum fyrirtækjum á Íslandi fer sífellt fjölgandi. Verður þitt fyrirtæki næst?
Svansmerkið
Svansmerkið

Svansmerktum fyrirtækum á Íslandi fer sífellt fjölgandi. Verður þitt fyrirtæki næst?

Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki. Strangar kröfur Svansins um lágmörkun umhverfisáhrifa tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína, án þess að fórna gæðum.

Af hverju ætti ég að fá Svansvottun á mína vöru eða þjónustu?

Reynsla fyrirtækja sem hafa fengið vottun sýnir að þau hafa náð

  • Rekstrarsparnaði
  • Bættri ímynd
  • Betri þjónustu
  • Betri ferilstjórnun
  • Bættri frammistöðu í umhverfismálum
  • Betri samkeppnishæfni í vistvænum innkaupum
  • Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna
  • Svansmerkið er leiðandi umhverfismerki í heiminum
  • Vörumerkið hefur mjög sterka markaðsstöðu
  • Þú sækir um Svaninn hjá Umhverfisstofnun
  • Þitt fyrirtæki vinnur að því að standast viðmið og endurskoða innra ferli
  • Vottunaraðili kemur og tekur út framleiðslu vörunnar/þjónustunnar
  • Ef þú uppfyllir viðmiðin færð þú vottunina
  • Ríkisstjórnin samþykkti í lok mars 2009 stefnu um vistvæn innkaup ríkisins
  • Svansmerking þinnar vöru eða þjónustu er einfaldasta leiðin til að uppfylla umhverfisskilyrði við vistvæn innkaup

Er Svanurinn traust og trúverðugt merki?

Hvernig fæ ég vottun?

Vistvæn innkaupastefna ríkisins.

Í dag eru til Svansskilyrði fyrir rúmlega 60 mismunandi flokka vöru og þjónustu. Yfir 6.000 vöru- og þjónustumerki bera nú merki Svansins.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

Svanurinn er eitt þekktasta og útbreiddasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum þar sem 2000 leyfi fyrir notkun á merki Svansins hafa verið gefin út og 6000 vörur hafa verið Svansvottaðar. Nýlegar kannanir sýna að milli 75-97% fólks á Norðurlöndum þekkja Svaninn og að meðaltali 74% segjast bera mikið traust til merkisins.

Svansmerkið er leiðandi umhverfismerki í heiminum

Svanurinn fékk hæstu einkunn í alþjóðlegri rannsókn árið 2008, þar sem yfir 100 umhverfismerki voru metin. Merkið fékk meðal annars hrós fyrir nákvæmni og fagmennsku, umhverfislegar úrbætur og gegnsæi í viðmiðaþróun.

Vörumerkið hefur mjög sterka markaðsstöðu

Kannanir sýna að Svanurinn hefur mjög sterka markaðsstöðu. Svanurinn er meðal tíu sterkustu vörumerkjanna í Finnlandi skv. nýlegri könnun og verðmæti merkisins er talið vera um 85 milljónir evra.

Rannsóknir á Norðurlöndum hafa þar að auki sýnt fram á að það er auðveldara að ná árangri með nýja vöru ef hún er Svansmerkt og neytendur hafa ekki jafn mikla verðmeðvitund gagnvart Svansmerktri vöru. Kostir þess að vera með Svansvottun ættu því að vera ótvíræð.

Ef þú vilt fræðast frekar um Svansmerkið þá má lesa um það HÉR