Fara í efni

Nærðu ekki árangri? Segðu bless við þessa 2 hluti…

Hefur þú pælt í því hvað hugurinn þinn er sterkur? Ég strögglaði í mörg ár við heilbrigðan lífsstíl áður en ég fann út hvað mikilvægasta púslið í heildarmyndinni var: Hugurinn! Þegar ég fór að kafa djúpt ofan í þann hluta fór ég fór ég loksins að upplifa breytingar og finna fyrir þessum AHA mómentum. Ég fann vel fyrir breytingunni sem varð innra með mér og það skilaði sér fljótt í líkamlegum ávinningi.
Nærðu ekki árangri? Segðu bless við þessa 2 hluti…

Hefur þú pælt í því hvað hugurinn þinn er sterkur?

Ég strögglaði í mörg ár við heilbrigðan lífsstíl áður en ég fann út hvað mikilvægasta púslið í heildarmyndinni var: Hugurinn!

Þegar ég fór að kafa djúpt ofan í þann hluta fór ég fór ég loksins að upplifa breytingar og finna fyrir þessum AHA mómentum. Ég fann vel fyrir breytingunni sem varð innra með mér og það skilaði sér fljótt í líkamlegum ávinningi.

Þetta er helsta ástæða þess að við vinnum mikið með hugann hjá HiiTFiT og gefum okkur mikinn tíma í stilla hausinn rétt til þess að halda áfram með ferðalagið og ná markmiðunum okkar. Eftirfarandi efni er brot af hugarefni nóvembermánaðar í Valkyrjunum

Stundum er það svo að við þurfum að kveðja ákveðin atriði og fjarlægja úr lífinu ef við ætlum að eiga möguleika á því að ná alvöru árangri til lengri tíma. Ef þú ert á þeim stað, lestu áfram.

1. Efasemdir 

Ef þú efast um getu þína ertu að kæfa markmiðin þín í fæðingu. Þú getur ekki lagt af stað í átt að breytingum ef innst inni trúir þú ekki því að þú sért fær um breytingar! Svo einfalt er það!

Ef þú gerir það munt þú alltaf finna leiðir til þess að finna afsakanir - og virkilega trúa þeim, ekki fylgja eftir plani, gefast upp og að lokum hætta. 

Það er svo mikilvægt að þú trúir á sjálfa þig og efist EKKI um að þú getir þetta! 

Þú ERT fær um breytingar! En þetta verður að vera innri ákvörðun sem þú finnur fyrir að líkaminn styður. Þú þarft að finna fyrir henni í maganum, hjartanu, alls staðar. Þú þarft að finna fyrir tilfinningunni að þú getir þetta!

Þegar þú leggur svo af stað, mundu þá að hindranir eru algjörlega eðlilegur partur af ferlinu. Það mun aldrei allt ganga 100% eftir áætlun frá upphafi og því fyrr sem þú ert sátt  við það, því fyrr fara hlutirnir að ganga betur. 

Ekkert æðislegt verður til án erfiðleika, en með því að gefast ekki upp þá muntu standa uppi sem sigurvegari.

Ekki láta aðra segja þér að þú getir ekki eða leyfa þeim að hafa neikvæð áhrif á þig. Þau sem efast, eru neikvæð og færa sína eigin vantrú yfir á þig - eru í rauninni bara að lýsa sínu eigin óöryggi. 

Fyrst og fremst þarftu að hafa trú á sjálfri þér og svo neita því að láta annarra álit hafa áhrif á þig. Og þó þú hafir upplifað nokkra slæma kafla þýðir það ekki að þú getir ekki átt hamingjusaman endi.

Ekki láta fortíðina skilgreina þig - við skulum skrifa nýjan kafla saman!!

 

2. Hlutir af handahófi

Hvernig ertu að stilla upp deginum þínum og tíma?  

Gætir þú varið tímanum betur? 

Ég tala reglulega um forgangsröðun og skipulag, og núna vil ég minna þig á að fara varlega í að vera gera bara eitthvað.

Tíminn þinn er verðmætur og þú ættir að koma fram við hann af mikilli virðingu. Þetta er nefnilega það eina sem við getum ekki fengið meira af í deginum okkar. Allir fá nákvæmlega jafn mikið af tíma, en þau sem ná árangri í lífinu eða í markmiðum sínum eru þau sem fara vel með tímann sinn og nýta hann vel. 

Ekki gera hluti sem gefa þér ekki neitt, skilja ekkert eftir, færa þig ekki nær markmiðum þínum, gefa þér ekki gleði, hamingju, eða vellíðan. 

Ekki eyða tímanum í að skoða myndirnar hjá Instagram módelum og bera þig saman við þau, líða síðan hræðilega því þér finnst þú ekki líta eins vel út og þau. Eða eyða löngum tíma í að hugsa um hvað samstarfsmaðurinn þinn var dónalegur í dag. Hugsaðu að þú viljir ekki láta koma svona fram við þig og haltu svo áfram með daginn þinn með jákvæðnina í farteskinu. 

Þú ert við stjórnvölinn. Þú stýrir hugsunum þínum í rétta átt, og það skiptir öllu máli því hugsanir þínar hafa svo mikil áhrif á eigin líðan og kraft. Veldu því vel hvert þú stýrir honum og í hvað þú nýtir orkuna þína.

 

Ekki gera random hluti og búast við góðum niðurstöðum. 

Ekki gera alltaf sömu hlutina og búast við öðrum niðurstöðum. Vertu með raunsætt plan en ekki fullkomið plan! Vertu skýr með hvert þú ert að fara og framfylgdu því með ásetningi.

Nýttu tímann til að hreyfa líkamann, hugsa jákvætt, hlusta á hugaræfingarnar, vera með jákvæðum vinum sem veita þér innblástur, hugsa og rækta sjálfan þig og þau sem standa þér næst. 

Vertu þakklát fyrir tímann sem þú færð í þessu lífi. Það fá allir nákvæmlega eina ævi. Og hún er mislöng fyrir hvert og eitt okkar.

Að því sögðu, ef þú kafar djúpt ofan í þitt skipulag - hversu vel ertu að nýta tímann þinn dags daglega? 

Eru einhverjir hlutir sem þú ættir að hætta að gera?

Eru einhverjir hlutir sem þú ættir að gera meira af? 

Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta. Ég sjálf skoða reglulega mína daga og reyni að gera betur í dag en í gær. Þessu ferðalagi lýkur aldrei, svo ég veit að þú getur líka gert betur hjá þér. 

Taktu þennan kraft sem býr innra með þér og sýndu heiminum hvers þú ert megnug! 

Ef þú elskar þetta sýnishorn, vertu þá með okkur í Valkyrjunum og fáðu allan pakkann beint til þín. Heimasvæðið þitt er stútfullt af hugaræfingum, heimaæfingum og uppskriftum, fróðleik um mataræði og mörgu fleira.

Nóvember var að byrja og þú hefur enn tækifæri til að slást í hóp flottra og kraftmikilla Valkyrja!

Smelltu HÉR og vertu með í flottasta online heilsusamfélagi á Íslandi!

Heilsukveðja,

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi