Fara í efni

Hvað orsakar uppblásinn eða útþanin maga?(magaþembu)

Hvað er magaþemba?
Magaþemba
Magaþemba

Hvað er magaþemba?

Magaþemba er ásigkomulag þar sem að maginn virðist óþæginlega fullur og spenntur og getur verið bólginn – útþaninn. 

Magaþemba er algeng og mikið kvartað yfir þessu. Um 10 til 30% fullorðinna hafa þennan kvilla.

Samkvæmt Dr. Syed Thiwan frá University of Noth Carolina þá getur magaþemba haft þau áhrif að hún truflar þann sem er með kvillann, við vinnu og margt fleira. Þegar það var borið saman við fólk sem þjáist ekki af þessum kvilla þá tóku þeir sem voru heilbrigðir miklu færri veikindadaga en þeir sem þjást af magaþembu. Einnig eru tíðar ferðir til læknis algengar og lyfjanotkun.

 

 



Hver eru einkennin af magaþembu?

Einkennin geta verið óljós og oft erfitt að ákvarða nákvæmlega hvað orsakar þau. Flesti sem þjást af þessum kvilla kvarta yfir óþægilegri tilfinningu eins og tl dæmis að þeir séu alltaf saddir, að maginn sé eins og stífur eða bólginn. Þessu geta einnig fylgt verkir, mikið loft í maga, rop og óhljóð frá maganum.

Hvað orsakar magaþembu?

Algengustu orsakir magaþembu eru:

  • Að gleypa loft
  • Hægðartregða
  • Brjóstsviði
  • Mjólkuróþol
  • Að borða of hratt
  • Þyngdaraukning
  • Of mikið af bakteríum í þarmi
  • Blæðingar
  • Snýkjudýr í görn
  • Lyfjanotkun
  • Gerfisykur – fructose eða sorbitol

Magaþemba getur einnig verið merki um að eitthvað alvarlegt sé að, eins og td:

  • Vökvi í maganum, sem getur orsakast af krabbameini, lifrasjúkdómum, nýrnasjúkdómum, hjartasjúkdómum og fleiru
  • Hveiti og gluten óþol
  • Krabbamein á eggjastokkum
  • Brisið er ekki að virka sem skildi því það getur ekki framleitt næginlegt magn af ensímum fyrir meltinguna

Meðferðar úrræði fyrir magaþembu

Í mörgum tilfellum, þá eru einkenni magaþembu eitthvað sem hægt er að vinna gegn eða koma alveg í veg fyrir sem því að breyta um lífsstíl.

  • Ekki tyggja tyggigúmmí. Að tyggja tyggjó orsakar það að þú ert að gleypa of mikið loft og það orsakar útþaninn maga.
  • Reyndu að sleppa því að drekka gosdrykki.
  • Passaðu þig á mat eins og grænmeti úr kálfjölskyldunni, baunum og fleiru sem orsakar loft í maga.
  • Borðaðu hægt
  • Ekki drekka í gegnum rör
  • Léttu þig ef þú ert of þung/ur
  • Slepptu mjólkurvörum

Ef þessi einkenni koma fram skaltu leita læknis:

  • Verkir í maga
  • Blóð í saur
  • Niðurgangur
  • Mikill brjóstsviði
  • Uppköst
  • Óeðlilegt þyngartap

Heimild: healthline.com